fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 11. desember 2017 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun Miðflokkurinn gegna formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd.

 

 

„Það náðist samkomulag um þessar þrjár nefndir, en við vorum auðvitað ekki nema hæfilega ánægð með þetta fyrirkomulag ríkisstjórnarinnar, þar sem þetta er engin breyting á því sem verið hefur, en við töldum að fyrst ný vinnubrögð hefðu verið boðuð yrði komið betur til móts við stjórnarandstöðuna. En þetta er niðurstaðan og við látum á þetta reyna,“

sagði Logi. Hann segir ekki búið að ákveða hverjir verða formenn nefndanna.

„Nei ekki ennþá, en ég reikna með að það verði gert í dag eða á næstu dögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk