Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar.
Hlutfallslega er munurinn meiri þegar hver flugferð er talin, þar sem vélar WOW taka fleiri farþega að jafnaði, eða 205 á móti 144 farþegum Icelandair. Sætanýting Icelandair var 78% í nóvember en 88% hjá WOW, samkvæmt tilkynningum flugfélaganna. Þetta kemur fram á turisti.is.
Mestur var munurinn í júní, en þá var hann 226, 665 farþegar en fer síðan aðeins niður fram í ágúst og hríðfellur síðan í september og október. Icelandair fjölgaði brottförum sínum í nóvember um 10% en hluteild félagsins í flugumferð um Keflavíkurvöll hefur þó minnkað frá því á sama tíma í fyrra, eða úr um það bil 50% niður í 44% Á meðan hefur WOW fjölgað ferðum um 40% og hlutdeild þess er 27,8% á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt turisti.is.