fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Benedikt Jóhannesson: „Vúdú hagfræði Kampavínsstjórnarinnar“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 11. desember 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Benedikt Jóhannesson, fyrrum formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, skrifar harðorðan pistil á Facebook síðu sína í gær undir yfirskriftinni „Vúdú-Hagfræði Kampavínsstjórnarinnar.“ Þar gagnrýnir hann fyrirhugaðar útgjaldaaukningar nýrrar ríkisstjórnar og skýtur föstum skotum á frænda sinn, forvera og eftirmann, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.

 

 

„Þegar Ronald Reagan bauð sig fram sem forseti Bandaríkjanna setti hann fram þrjú markmið: Lægri skatta, meiri útgjöld til hermála og jöfnuð í ríkisfjármálum. George Bush, sem síðar varð varaforseti Reagans, kallaði þessa stefnu vúdú-hagfræði, enda tvöfölduðust skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna næstu tólf árin.“

segir Benedikt í inngangi. Hann reifar síðan að í sinni fjármálastefnu hafi verið gert ráð fyrir afgangi í rekstri hins opinbera, sem nota ætti til að borga skuldir ríkissjóðs og lækka þannig vaxtabyrðina, en sú staða væri nú í uppnámi:

„Við umræður á Alþingi um fjármálastefnu mína féllu eftirfarandi ummæli: ‘ Það er eitt sem við ættum að minnsta kosti að vera sammála um: Ef eitthvað er þá er þessi fjármálastefna mögulega ekki nægjanlega aðhaldssöm miðað við aðstæður’. -/- Og hver var það sem taldi á Alþingi að fjármálastefnan væri ekki nægilega aðhaldssöm? Enginn annar en formaður stærsta ríkisstjórnarflokksins, núverandi fjármálaráðherra.“

segir Benedikt og er greinilega ekki hress með eftirmann sinn Bjarna Benediktsson.

Hér má lesa pistilinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum