fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Félag atvinnurekanda grunar Íslandspóst um græsku í rekstri

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag atvinnurekanda hefur óskað svara frá Íslandspósti, bréflega, vegna samkeppnishátta fyrirtækisins. Bent er á í bréfinu að þó svo afar stutt sé liðið síðan að Íslandspóstur og samkeppnisyfirvöld undirrituðu sátt sín á milli, þar sem Íslandspóstur gekk að ýmsum skilyrðum varðandi aðskilnað samkeppnis- og einkareksturs og skuldbatt sig til að koma í veg fyrir að samkeppnisreksturinn yrði niðurgreiddur með tekjum af einkaréttinum, líkt og grunur lék á um að hefði verið gert, hafi stjórnendur fyrirtækisins ekki í hyggju að breyta háttsemi sinni. Með sáttinni viðurkenndi Íslandspóstur þó engin brot á samkeppnislögum.

 
Stuttu eftir sáttina þurfti inngrip til af hálfu póst- og fjarskiptastofnunar, þar sem stöðva þurfti aðgerðir Íslandspósts sem beint var gegn keppinautum þess á söfnunarmarkaði. Þá er í bréfinu vísað til úttektar Fjárstoðar á fjármálum Íslandspósts og að í ársreikningum félagsins megi finna fjölmörg dæmi þess að mikilvægum lögboðnum upplýsingum hafi verið haldið eftir, eða framsetningin svo villandi, að ætla mætti að um ásetning væri að ræða.

 

Íslandspóstur fer með einkarétt íslenska ríkisins í hefðbundinni póstþjónustu og er opinbert hlutafélag. Lögbundin grunnþjónusta sem honum ber að veita er til dæmis dreifing á bréfum, markpósti, uppsetningu og tæmingu póstkassa, ábyrgðarsendingar, fjármunasendingar og bögglasendingar. Íslandspóstur á hinsvegar í samkeppni við önnur fyrirtæki hvað aðra póstþjónustu varðar, líkt og uppbyggingu sendibílaþjónustu, verslunarrekstur, ePóst, fjölpóst vöruhótel og sitthvað fleira. Samkvæmt greiningu Fjárstoðar, nam taprekstur félagsins 3.1 milljarði á árunum 2011-2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk