fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Ójöfn kynjahlutföll í nefndum velferðarráðuneytisins

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velferðarráðuneytið hefur birt upplýsingar um hluföll kynjanna í þeim nefndum sem skipaðar voru á vegum velferðarráðherra á síðasta ári. Þar kemur í ljós að nokkuð hallar á karlmenn, en hlutföllin eru 60,7% konur og 39,3% karlar á síðasta ári. Samkvæmt lögum skal hlutur kynjanna vera sem jafnastur og hluti hvors kyns má ekki fara undir 40% ef nefndarmenn eru fleiri en þrír.

Heildarhlutfall karla í nýjum nefndum hefur farið úr 49,8 prósentum niður í 39,3 prósent frá árinu 2011, meðan hlutur kvenna hefur aukist á sama tíma, úr 50,2 prósentum í 60,7 prósent. Í fyrra voru skipaðar 99 konur en 64 karlar.

 

Á heimasíðu ráðuneytisins segir:

 

Velferðarráðuneytið birtir hér með upplýsingar um hlutföll kynjanna í nefndum sem skipaðar eru á vegum ráðherra velferðarráðuneytisins, líkt og skylt er samkvæmt jafnréttislögum. Hlutfall kvenna var 60,7% og karla 39,3% í nefndum ráðuneytisins sem skipaðar voru á síðasta ári.

Í 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum hins opinbera. Samkvæmt lögunum skal hlutur kynjanna vera sem jafnastur og hluti hvors kyns ekki minni en 40% þegar fulltrúar í nefnd eru fleiri en þrír.

Ef hlutföll kynjanna í nefndum velferðarráðuneytisins eru skoðuð eftir tilnefningum hvors ráðherra um sig eru hlutföllin utan lögbundinna marka í nefndum félags- og jafnréttismálaráðherra, 38% karlar á móti 62% kvenna en innan marka í nefndum heilbrigðisráðherra, 41% karlar á móti 59% kvenna.

Á töflunni hér að neðan má sjá hlutföll kynja í nefndum sem skipaðar hafa verið af hálfu ráðherra velferðarráðuneytisins á árunum 2011 – 2017.“

 

Samtals fjöldi í nýjum nefndum

Ár Konur Karlar Heild Hlutfall
kvenna
Hlutfall
karla
2011 137 136 273 50,2% 49,8%
2012 104 97 201 51,7% 48,3%
2013 141 124 265 53,2% 46,8%
2014 162 145 307 52,8% 47,2%
2015 96 92 188 51,1% 48,9%
2016 109 94 203 53,7% 46,3%
2017 99 64 163 60,7% 39,3%

Samtals fjöldi fulltrúa

Ár Konur Karlar Heild Hlutfall
kvenna
Hlutfall
karla
2011 405 379 784 51,7% 48,3%
2012 419 391 810 51,7% 48,3%
2013 421 401 822 51,2% 48,8%
2014 471 426 897 52,5% 47,5%
2015 492 439 931 52,8% 47,2%
2016 444 391 835 53,2% 46,8%
2017 386 301 687 56,2% 43,8%
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?