fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Þorgerður flytur stefnuræðu sína á landsþingi Viðreisnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 10. mars 2018 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Landsþing Viðreisnar stendur nú yfir í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hóf stefnuræðu sína nú fyrir stuttu, sem lesa má í heild sinni hér.

Í ræðu sinni nefndi Þorgerður að flokkurinn hafi nýtt tíma sinn vel:

„Við nýttum þann tíma sem við vorum í ríkisstjórn til að einfalda skattkerfið,

auka jafnræði milli atvinnugreina, við lækkuðum skuldir ríkissjóðs, stefndum að

kolefnisgjöldum fyrir framtíðina, jafnlaunavottun, afgreiddum biðmál,

opnuðum reikninga ríkisins, endurskoðun á landbúnaðarkerfinu hófst,

þverpólitísk nefnd um sanngjarnt gjald í sjávarútvegi var komið á,

peningastefnunefnd og samþykkisfrumvarp svo fátt eitt sé nefnt.“

 

Þá reynir Þorgerður að svara því hvers vegna flokkurinn hafi ekki „farið með himinskautum“ frá fyrsta degi, með tilvísun í frekar hóflegt fylgi í kosningum og skoðanakönnunum:

 

„En hvers vegna er það þá sem Viðreisn, ungur flokkur sem skuldar engum

hagsmunaöflum nokkurn skapaðan hlut, frjálslyndur velferðarflokkur,

alþjóðasinnaður jafnréttisflokkur sem hefur fólk raunverulega í fyrirrúmi,

styður við heilbrigt umhverfi fyrirtækja og segir úreltum viðhorfum stríð á

hendur, fer ekki með himinskautum frá fyrsta degi? Í mínum huga er svarið

tvíþætt. Annars vegar það sem margir telja einn hættulegasta lífsstílssjúkdóm

hins vestræna heims – meðvirkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skiljanlegt í

mannlegu eðli – ótti við breytingar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endilega

hvað þú færð.

 

Þessi ótti við opnun samhliða frelsinu er sérstakur því með frelsinu kemur

getan til umbóta og framfara. Í stóra samhenginu er sköpunin, vísindin,

menningin, þróunin í atvinnulífinu afleiðing frjálsrar hugsunar – með henni

sprettur fram ímyndunaraflið, sköpunarkrafturinn og óttaleysi fólks við nýjar

hugmyndir og hugsanir. Fyrir nýja flokka eins og Viðreisn er það að vera óháð

og frjáls ómetanlegt – og jafnvel fyrir gamalgróna flokka, væri ótrúlega hollt að

leiða hugann af og til að frelsinu, (ég fer ekki fram á mikið) – því það er

mikilvægt fyrir hvert samfélag að greiða leið hinnar frjálsu hugsunar og

ávöxtunum sem henni fylgir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin