fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Segir strætóhugmynd Framsóknarmanna vonda

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek, fyrrum þingmaður Viðreisnar og frambjóðandi á lista Viðreisnar til borgarstjórnar, gefur ekki mikið fyrir kosningaloforð Framsóknarmanna í borginni um ókeypis strætó ef marka má pistil hans í Fréttablaðinu í dag. Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarmanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, hefur talað fyrir ódýrari skyndilausnum í samgöngumálum borgarinnar heldur en borgarlína og Miklabraut í stokk hugmyndirnar munu reynast. Hann útilokar þó ekki að slíakr lausnir séu farsælar til lengri tíma litið, en hefur talað fyrir ókeypis strætó sem viðbragði við þeim vanda sem blasir við í samgöngumálum dagsins í dag.

 

Þetta segir Pawel vera vonda hugmynd:

 

 

 

„Í grófum dráttum má segja að á seinustu árum hafi rekstrartekjur vegna strætóhluta Strætós skipst þannig að sveitarfélögin hafa skaffað 3 milljarða, notendur 2 milljarða og ríkið 1 milljarð. Nokkur framboð hafa óbeint sett fram þá stefnuskrá að ríkið hætti að borga þennan eina milljarð í strætó og noti hann frekar til að byggja mislæg gatnamót. Einhver framboð hafa jafnframt viðrað þá hugmynd að gefa fólki frítt í strætó og skera þannig 2 milljarða til viðbótar af rekstrartekjunum.“

Þetta segir Pawel að muni lækka rekstrartekjur Strætó um helming, sem boði ekki gott:

„Ef hvort tveggja er gert munu rekstrartekjur Strætós lækka um helming. Til að dæmið gangi upp þarf annaðhvort að nánast tvöfalda framlög sveitarfélaganna, eða skera niður þjónustu. Það má geta sér til hvor leiðin sé líklegra að verði farin. Þar sem almenningssamgöngur eru góðar kosta þær sitt. Strætófarþegar í Reykjavík þurfa ekki lélegri, ókeypis þjónustu. Þeir þurfa betri þjónustu. Þótt það geti verið allt í lagi að fella niður fargjöld tímabundið sem part af einhverju markaðsátaki er tómt mál að ætla sér að að efla almenningssamgöngur ef menn ætla í leiðinni afþakka tekjur af fargjöldum notenda.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti