fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Utanríkisráðuneytið þráast við að auglýsa sendiherrastöður

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar til utanríkisráðuneytis frá árinu 2015 um rekstur og starfsemi sendiskrifstofa. Í nýrri eftirfylgniskýrslu bendir stofnunina á að brugðist hafi verið við fjórum ábendinganna með viðunandi hætti. Ráðuneytið hefur hins vegar lýst sig ósammála því að afnema bæri undaþágu um auglýsingaskyldu fyrir stöðu sendiherra. Einnig er litið til þess að frumvarp þess efnis hlaut ekki brautargengi á Alþingi. Því sér Ríkisendurskoðun ekki tilgang með því að ítreka þá ábendingu en minnir á að auglýsingaskylda starfa stuðlar að auknu gagnsæi, jafnræði og vandaðri stjórnsýslu.

Aðrar ábendingar, sem brugðist hefur verið við, lutu að því að koma þyrfti á sérstökum fjárlagalið fyrir fasteignaviðskipti sendiskrifstofa, ljúka úttekt á erlendum fasteignum ráðuneytisins, setja viðmið um lágmarksmönnun sendiskrifstofa og stuðla að jafnri stöðu kynjanna á sendiskrifstofum.

 

Rök ráðuneytisins fyrir því að auglýsa ekki stöður sendiherra eru sögð vera sú að starfsmenn utanríkisþjónustunnar séu flutningsskyldir og því sé framgangur þeirra í starfi ólíkur því sem gerðist hjá öðrum opinberum stofnunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann