fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Vilja að fiskeldiseftirlit flytjist frá Matvælastofnun til Fiskistofu

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Landssamband veiðifélaga (LV) hefur sent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherrann að beita sér fyrir því að allt eftirlit með fiskeldi í sjó  verði flutt frá Matvælastofnun til Fiskistofu.  Í bréfinu er vísað til atburða að undanförnu og getuleysi stofnunarinnar til að upplýsa um slysasleppingar undanfarin ár. Telur Landssambandið að stofnunin ráði engan vegin við það verkefni sem henni var falið með breytingu á fiskeldislögunum 2014.

Bendir Landssambandið á að í sjókvíaeldi er notaður norskur framandi eldisstofn og af þeim sökum verði að gera ríkar kröfum um opinbert eftirlit.  Þá er skortur á upplýsingagjöf Matvælastofnunar harðlega gagnrýndur og virðist Landsambandinu að stofnunin virðist líta á óhöpp í sjókvíaeldi sem einhverskonar einkamál sem pukrast megi með. Vísar Landssambandið í bréfi sínu til atvika að undanförnu í kjölfar fréttar Stundarinnar um skemmdir á kví í Tálknafirði og leiðir líkur að því að upplýsingar um það hefðu ekki komið fram hefðu fréttir ekki verið birtar um óhappið í fjölmiðlum.  Þá bendir Landssambandið á að Fiskistofa búi yfir innviðum til að sinna eftirliti um land allt en á það skorti hjá Matvælastofnun.  Í bréfinu er ennfremur gerð krafa um að settar verði skýrar reglur um upplýsingaskyldu til almennings og hagsmunaðila.

Bréfið:

Laxeldi í sjó. Bréf til ráðherra. Krafa um að eftirlit í fiskeldi fari frá MAST til Fiskistofu. 28. mars 2018 pdf (1)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm