fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Hannes Hólmsteinn vill setja Rússa á lista hryðjuverkasamtaka

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. mars 2018 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mynd/DV

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, segist á Facebooksíðu sinni vilja að Rússar verði settir á lista yfir hryðjuverkasamtök. Hann segist vilja að íslendingar selji fisk til Rússlands, en það „blasi við“ að Rússar hafi staðið fyrir morðinu á Sergej Skrípal og dóttur hans í Bretlandi, „öðrum liðhlaupum til viðvörunar.“

„Við vorum sett á lista um hryðjuverkasamtök. Væri ekki ástæða til að setja Rússastjórn á hann? Eða er listinn aðeins um þá, sem eru litlir og umkomulausir?“

Þarna vísar Hannes til ákvörðunar Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, um að setja Ísland á lista hryðjuverkasamtaka í kjölfar hrunsins árið 2008.

Ljóst er að Hannes vill ganga lengra en íslensk stjórnvöld, sem láta nægja að fresta öllum tvíhliða fundum við Rússa og sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi.

 

Ísland er eina ríkið í hinu samstillta átaki Nato- og ESB ríkja sem ekki sendir rússneska embættismenn úr landi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir við Morgunblaðið að þetta fyrirkomulag sé vegna smæðar Íslands, aðeins þrír starfsmenn séu í íslenska sendiráðinu í Moskvu, en almenna reglan sé að ríki gjaldi líku líkt í ráðstöfunum sem þessum.

Má túlka það sem svo, að ekki taki því að senda íslenska starfsmenn sendiráðsins heim þar sem þeir séu svo fáir:

„Það skilja þetta allir. Önnur ríki hafa mun fjölmennara starfslið í sínum sendiráðum og því er ólíku saman að jafna þar sem brottvísun sendierindreka er að jafnaði svarað í sömu mynt,“

segir Guðlaugur. Þá hefur Morgunblaðið eftir honum að bandalagsþjóðir Íslands hafi sýnt málinu skilning, en framhaldið sé óljóst og ekki útilokað að til frekari aðgerða komi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“