fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Formannslausir Píratar deila með sér aðstoðarmanni-Þiggja ekki kaupálag

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Halldóra Mogensen

Á vef Alþingis er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sögð formaður Pírata frá 2017. Píratar hafa löngum stært sig af formannsleysi sínu og að hafa ekki fallið í formannsgryfju fjórflokksins og þannig sloppið við hið alkunna foringjaræði.

Þessi flati „strúktúr“ , andstæðan við hinn útbreidda valdapíramída, fékkst í arf frá Borgarahreyfingunni og hefur haldist síðan. Andúð flokksins við vald og valdboð hefur haldið þessu í sessi og er jafnan talað um ígildi formanns, talsmann, eða kaftein í því samhengi, en formaður þingflokksins hefur jafnan borið skyldur eiginlegs formanns á herðum sér. Að vísu kom upp sú umræða innan Pírataflokksins að taka upp formannsembætti fyrir rúmlega ári síðan, en fallið var frá því.

 

 

 

Halldóra segist ekki vera formaður Pírata, nema að nafninu til:

 

„Við vörpum nú bara hlutkesti í upphafi hvers þings um hver fær þessa nafnbót hverju sinni. Við erum ekki með neitt eiginlegt formannsembætti, ég ber þetta núna að nafninu til, en hef engar skyldur í þeim efnum,“

 

sagði Halldóra við Eyjuna.

 

Samkvæmt reglum Alþingis fá formenn stjórnmálaflokka að ráða sér aðstoðarmann, hvers laun Alþingi greiðir. Þá fá formenn stjórnmálaflokka greitt 50% álag ofan á hefðbundið þingfararkaup.

 

„Ástæðan fyrir því að við höldum í formannsembættið að nafninu til er einmitt sú að þá fáum við aðstoðarmann, sem starfar í raun fyrir þingflokkinn allan, ekki bara fyrir mig. Við þingmenn Pírata sem erum titlaðir formenn hverju sinni, þiggjum hinsvegar ekki þetta 50% álag ofan á launin sem reglur Alþingis kveða á um,“

sagði Halldóra.

Þeir alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka, sem hlotið hafa a.m.k. þrjá þingmenn kjörna, og eru ekki jafnframt ráðherrar, fá greitt 50% álag á þingfararkaup, samkvæmt vef Alþingis.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“