fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Tólf aðildarfélög BHM undirrita kjarasamninga við ríkið

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað nýja kjarasamninga við ríkið. Um er að ræða Dýralæknafélag Íslands (DÍ), Félag íslenskra félagsvísindamanna (FÍF), Félag lífeindafræðinga (FL), Félag sjúkraþjálfara (FS), Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS), Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ), Fræðagarð (FRG), Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ), Sálfræðingafélag Íslands (SÍ), Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU), Stéttarfélag lögfræðinga (SL) og Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ). Gildistími samninganna er frá 1. september 2017 til 31. mars 2019.

Allir samningar félaganna voru undirritaðir með fyrirvara um samþykki félagsmanna en á næstunni verða efnisatriði þeirra kynnt innan félaganna og þeir síðan bornir undir atkvæði.

 Ekki verður upplýst um efnisatriði samninganna fyrr en þeir hafa verið kynntir félagsmönnum.

 Sem kunnugt er hafa samningar sautján aðildarfélaga BHM við ríkið verið lausir frá því sl. haust. Enn eiga tvö aðildarfélög í beinum viðræðum við samninganefnd ríkisins: Félag geislafræðinga (FG) og Félag íslenskra leikara (FÍL). Þrjú félög hafa vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara: Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ).

Um Bandalag háskólamanna (BHM)

Bandalag háskólamanna er samtök 27 fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks með samtals um 13 þúsund félagsmenn innan sinna raða. Félagsmenn starfa á öllum sviðum íslensks atvinnulífs, jafnt hjá ríki, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtækjum. Nánari upplýsingar um BHM má nálgast á heimasíðu bandalagsins, www.bhm.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið