fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Uppreisn í Reykjavík hjá Viðreisn

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 4. febrúar 2018 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurarmur Uppreisnar, Ungliðahreyfingar Viðreisnar, var stofnaður í gærkvöldi í höfuðstöðvum Viðreisnar, auk þess sem stjórn félagsins var kjörin. Félagið ber heitið Uppreisn í Reykjavík og er megintilgangur þess að halda uppi og efla ungliðastarf Viðreisnar í höfuðborginni, ásamt því að stuðla að því að rödd unga fólksins varðandi borgarmál verði áberandi, að því er fram kemur í tilkynningu:

 

 

Stofnfundurinn var vel sóttur, samþykktir félagsins voru samþykktar eftir

nokkrar breytingatillögur og stjórn að lokum kjörin. Kosningar voru

hörkuspennandi, enda voru fjölmargir í framboði. Að því loknu var nýju

félagi og stjórn fagnað og mikil tilhlökkun komin í ungliða Viðreisnar

fyrir komandi sveitastjórnarkosningum.

Stjórn Uppreisnar í Reykjavík situr í eitt ár og er skipuð eftirtöldum

einstaklingum:

 

Formaður: Geir Finnsson

Varaformaður: Sonja Sigríður Jónsdóttir

Ritari: Aron Eydal Sigurðarson

Gjaldkeri: Sævar Þór Stefánsson

Viðburðastjóri: Marín Eydal Sigurðardóttir

 

Úr ræðu Geirs Finnssonar, formanns Uppreisnar í Reykjavík:

„Nú sækjum við fram, í nafni frjálslyndis og sýnum öllum að Viðreisn er

komin til að vera. Það er og verður alltaf eftirspurn eftir frjálslyndi og

er kominn tími fyrir okkur ungliða, sem byggðum flokkinn og höldum í honum

lífi, að tryggja það hann berjist fyrir þeim málefnum og að rödd okkar

heyrist sterk í komandi sveitastjórnarkosningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið