fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Píratar fagna sýknudómi gegn Stundinni – „Áfangasigur fyrir tjáningarfrelsið á Íslandi“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Pírata fagnar dómi héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni þess efnis að Stundin skuli sýknuð af öllum kröfum Glitnis HoldCo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum.

„Dómurinn er áfangasigur fyrir tjáningarfrelsið á Íslandi sem mátti þola þungt högg þegar lögbann var sett á umfjöllun Stundarinnar um fjármálaumsvif Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins. Eftir stendur að óvissa er uppi um hvenær lögbanninu verður aflétt. Lögbanni sem þegar hefur verið i gildi á tjáningu fjölmiðils í meira en  þrjá mánuði.

 Á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem haldinn var með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að sýslumaður hafði ekki framkvæmt mat á því hvort lögmæt skilyrði fyrir skerðingu tjáningar væru fyrir hendi þegar hann tók ákvörðun um lögbann á hendur Stundinni. Raunar kom á daginn að sýslumaður gerði engan greinarmun á ákvörðun um lögbann á hendur umfjöllun fjölmiðla og öðrum ákvörðunum um lögbann. Slík framkvæmd vegur að stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi og skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart tjáningarfrelsinu í mannréttindasáttmála Evrópu og öðrum alþjóðasamningum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur með dómi sínum stigið skref til varnar þessum grundvallarréttindum. Það er sigur fyrir okkur öll.

Ákvörðun sýslumanns gekk gegn grunnstoðum lýðræðisins og var til þess gerð að stöðva óþægilega fjölmiðlaumfjöllun um starfandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í aðdraganda Alþingiskosninga. Það er grafalvarleg staða að framkvæmdarvaldið hafi slíkt ægivald yfir fjölmiðlum sem varla geta unnið frjálsir og óháðir ef þeir eiga á hættu að sæta viðlíka inngripi í störf sín. Með því er vegið að aðhaldshlutverki fjölmiðla gagnvart stjórnvöldum.

Þingflokkur Pírata hefur þegar brugðist við þessari stöðu með því að leggja fram frumvarp sem færir ákvörðunarvald um lögbannskröfur gagnvart fjölmiðlaumfjöllun frá sýslumönnum til dómstóla. Við hvetjum alla flokka sem sæti eiga á Alþingi til þess að vinna með okkur að framgöngu málsins. Píratar munu áfram berjast fyrir vernd tjáningarfrelsisins til handa lýðræðislegrar þátttöku okkar allra í því samfélagi sem við byggjum. Við óskum Stundinni innilega til hamingju með þennan áfangasigur og fylgjumst náið með framhaldinu.“

Undirrituð,

Björn Leví Gunnarsson

Halldóra Mogensen

Helgi Hrafn Gunnarsson

Jón Þór Ólafsson

Smári McCarthy

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið