fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Tímar froðunnar – Bjarni Bernharður Bjarnason

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 3. febrúar 2018 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar


Bjarni Bernharður Bjarnason ritar:

Tímar froðunnar

Við lifum á tímum froðunnar – því miður. Flestir rithöfundar þjóðarinnar vinna eftir
þeirri forskrift að þeirra eina skylda sé að malla skáldsagnagraut ofan í
smáborgarann. Sá rammi sem íslenskir rithöfundar hafa verðið innan undanfarinn 50
– 100 árin, hefur þrengst. Rithöfundar eru ekki lengur virkir þjóðfélags- og
menningargagnrýnendur, heldur eru þeir undirlægur markaðsaflanna. Það er
sannarlega dapurlegt að horfa uppá margan efnishöfundinn lenda í þeytivindu
auðvaldsins – og verða að skrípi. Það skal viðurkennast að manneskjan er breysk,
hefur takmarkaða stjórn á sjálfri sér, lætur undan sinni eigin hégómagirnd og villist
gjarnan á hvað séu andlegt verðmæti og hvað sé innantóm froða. Þetta á við um
allar listgreinar, málaralist, tónlist og skáldskap o.s.frv. Orsökin fyrir þessari
menningarhnignun má rekja til þeirra vansæmdar sem heimurinn býr við í dag, að
fjármagnseigendur eru æ meira að seilast til pólitískra áhrifa og gera sig gildandi í
allri innri gerð samfélagsins. Og eins og flestum ætti að vera ljóst, þá hafa
fjármagnseigendur aðeins eitt markmið: „Að græða meira og meira“. Þessi veruleiki
hefur veikt menningargrunn íslensku þjóðarinnar, hefur dregið úr hæfni borgarans að
greina á milli froðulistar auðvaldsins og „alvöru listar“. Fari sem horfir, að
froðumenningin verður allsráðandi, gæti það leitt til andlegra flatneskju þjóðarinnar, í
framtíðinni. Akkúrat það! „framtíðin“, hvernig er umhorfs innan veggja framtíðar? Það
er sannarlega alveg þess virði að velta þeirri spurningu fyrir sér.
Áherslur pólitíkusa standa um það „að búa í haginn“, sem í fljótu bragði mætti
ætla að væri hugsjón um að tryggja landslýð velsæmandi lífsskilyrði til framtíðar. Því
er haldið á lofti að hagvöxtur sé sá drifkraftur sem bægi frá þungum hugsunum og
kvíða borgarans fyrir framtíð sinni. Það er einfaldlega röng hugmyndafræði.
Ofhleðsla á veraldlegri neyslu slævir og brenglar manninn, gerir hann firrtan og
blindar hans innri sýn – hann verður “heilablindur.“ – græðgi gerir manninn
heimskan. Heilablinda kemur í veg fyrir að maðurinn sé fær um að reikna út
framskrið menningarheimsins – hvað sé handan sjóndeildar tímans, hvaða heimur
bíði afkomenda hans. Að lykillinn að lífshamingjunni felist í því að seðja
neysluhungrið, eins og postular frjálshyggjunnar boða, er vegurinn fram af brúninni.

Að setja veraldleg gildi ofar andlegum gildum er manneskjunni stórhættuleg
þróun. Hinn andlegi kraftur skyldi vera leiðandi í lífi hverrar mannveru, en ekki hinar
veraldlegu uppstillingar auðvaldsins, sem eru auðvitað ekkert annað en „glapsýnir“,
ætlaðar til forheimska lýðinn og gera hann að viljalausu verkfæri í höndum
harðsvíraðra peningamanna og spilltra stjórnmálamanna. Það þarf ekki að velkjast í
vafa um hvaða áhrif það hefur að grafa undan stoðum íslenskrar menningar, að
útvatna hin listrænu gildi – að gelda hinn andlega frumkraft. Það er ekki góður „díll“
að skipta á andlegum seim fyrir veraldlegt hismi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið