fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Stefnuræða Trump uppfull af ýkjum og ósannindum – Björn Bjarnason tekur upp hanskann fyrir forsetann

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar um  stefnuræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, á heimasíðu sinni. Nefnir hann þar atriði sem „rata almennt ekki í fréttir þegar Trump á í hlut.“

Fyrst nefnir Björn að Trump hafi skorið niður „reglufarganið sem lami framkvæmdarviljann“ :

 „Forsetinn leggur áherslu á að styrkja innviði samfélagsins og þetta verði meðal annars gert með því að skera niður reglufarganið sem lami framkvæmdaviljann. Fagnaði hann því að hafa fækkað reglum meira en nokkurri annarri ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði tekist. Hann sagðist hafa bundið enda á stríðið gegn orkuvinnslu í Bandaríkjunum. Nú flyttu Bandaríkjamenn út orku. Þá hefði hann afturkallað opinberar ákvarðanir sem hefðu skaðað bandaríska bílaframleiðendur og þeir væru nú á leið aftur til Bandaríkjanna, til dæmis hefði Chrysler ákveðið að flytja stóra bílasmiðju frá Mexíkó til Michigan; Toyota og Mazda ætluðu að opna smiðjur í Alabama. Bílasmiðjum mundi fjölga víðsvegar um landið. Bandaríkjamenn væru ekki vanir að heyra fréttir af þessu tagi – fréttirnar hefðu frekar snúist um lokun vinnustaða og brottflutning starfa.“

Þá nefnir Björn að Trump hafi greint frá því að lyfjastofnun Bandaríkjanna hefði samþykkt fleiri lyf en nokkru sinni áður og hann myndi beita sér fyrir lækkun lyfjakostnaðar.

Einnig, að Trump legði mikla áherslu á að ráðast í nýsmíði og viðhald mannvirkja, Empire State byggingin hefði verið reist á einu ári, en en nú tæki 10 ár að fá leyfi til að leggja veg.

Þá segir Björn að ræða Trump hafi verið um margt sem sameini Bandaríkjamenn og að Trump geti fagnað árangri á mörgum sviðum, þó svo aðeins 37% þjóðarinnar styðji hann.

 

Þess má geta að í erlendum miðlum keppast fréttaskýrendur við að gagnrýna ræðu Trump. Washington Post segir hana fulla af þjóðerniskennd og taka fleiri undir þau orð.

New York Times staðreyndasannreyndi stefnuræðuna og gerði 19 athugasemdir við ræðu Trumps.  Reyndust þrjár fullyrðingar ósannar, sjö teknar úr samhengi, ein var ýkt, tvær voru villandi, önnur var nokkurn veginn rétt, en sagði þó ekki alla söguna, önnur var óljós, og aðeins fjórar reyndust sannar að fullu, án athugasemda.

Þá skal þess getið að andsvar Joseph P. Kennedy fyrir hönd Demókrata var einnig staðreyndasannreynt og var gerð ein athugasemd við ræðu hans, fullyrðing var sögð villandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum