fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Sigurður Ingi um borgarlínuna: „Óraunhæft að ríkið borgi þetta að öllu leyti“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitastjórnarráðherra, segir að engin umræða um framlag ríkissins til borgarlínu hafi farið fram, ranglega hafi verið haldið fram hlutfalli kostnaðar einstakra sveitafélaga. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Menn eru komnir svolítið fram úr sér í umræðunni. Samgönguráðuneytið og Vegagerðin tóku í fyrra sæti í undirbúningshópum með sveitarfélögunum. Þetta var gert með tveimur fyrirvörum. Annars vegar þyrfti að skoða samgöngur á stofnbrautum heildstætt í þessum undirbúningi en ekki aðeins borgarlínuna. Hins vegar að engin fjárskuldbinding væri fólgin í þessari aðkomu.

Síðan hefur það gerst að í stjórnarsáttmála [nýrrar ríkisstjórnar] segir að við ætlum að styðja við borgarlínu. Við höfum átt samtal við borgarstjóra um borgarlínuna. Fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru auðvitað upphafsmenn þessarar hugmyndar. Allar frekari viðræður eru eftir, þar með talið um fjármögnun,“

segir Sigurður Ingi í Morgunblaðinu.

Aðspurður hvort sveitarfélögin og þá aðallega Reykjavík, geti gengið að tugum milljarða frá ríkinu vegna borgarlínu á næstu árum, svaraði Sigurður Ingi:

„Við eigum þetta samtal eftir við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Mín afstaða er að óraunhæft sé að ríkið borgi þetta að öllu leyti. Það er mikilvægt að ríkisvaldið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að þróa samtal um samgöngur og almenningssamgöngur. Þar með talið um aðkomu ríkisins að fjármögnun á þessu verkefni,“

Samkvæmt Eyjólfi Árna Rafnssyni, ráðgjafa sveitafélaganna vegna borgarlínu, er fyrirhugað að fjármagna verkefnið með ýmsum hætti, eins og lántöku, aðkomu langtímafjárfesta, eins og lífeyrissjóðanna, sem og fjámögnum sveitafélaganna sjálfra.

Kostnaður er áætlaður um 70 milljarðar króna við borgarlínuna og að framkvæmdir hefjist árið 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum