fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Árni Sigfússon hættur í pólitík

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni SigfússonMynd: DV

Fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjóri Reykjanesbæ, Árni Sigfússon, er hættur í pólitík. Þetta segir hann í aðsendri grein í Víkurfréttum. Segist hann hætta í vor, við næstu sveitastjórnarkosningar.

„Þessi ákvörðun er reyndar löngu tekin og löngu tilkynnt en vegna fjölda fyrirspurna enn í dag tel ég mikilvægt að ítreka þetta nú áður en val á lista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ fer fram,“

 

segir Árni í greininni.

 

Árni hefur setið sem óbreyttur bæjarfulltrúi á yfirstandandi kjörtímabili, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann í sveitastjórnarkosningunum 2014. Hann segir að nú sé kominn tími til að kveðja eftir 30 ár svo aðrir geti tekið upp keflið.

 

Árni glímdi við þau vandamál sem brotthvarf hersins hafði í för með sér árið 2006, en Reykjanesbær varð þá af miklum tekjum, sem reynt var að bæta upp með uppbyggingu iðnaðarsvæðis í Helguvík og hafnarsvæðis í grennd. Þegar það gekk ekki eftir sem skyldi, sat sveitarfélagið eftir með skuldirnar og var rekstur þess neikvæður á löngu tímabili. Með aukinni skattbyrði til að auka tekjur, missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sinn eftir langa setu, frá 2003-2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis