fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Ráðherranefnd skipar samráðshóp um úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Ráðherranefnd sem skipuð var af ríkisstjórninni í desember til að vinna að markmiðum sínum í jafnréttismálum, ákvað í dag að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þá var farið yfir lög um jafnlaunavottun, sem kveða á um að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skuli öðlast jafnlaunavottun. Loks var fjallað um víðtækar og samræmdar aðgerðir til að taka á kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldi auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði og meðal félagasamtaka hér á landi.

Ráðherranefnd um jafnréttismál var skipuð af ríkisstjórninni á fundi hennar 5. desember s.l. í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að Ísland verði sterk rödd á alþjóðavettvangi með því að leggja áherslu á og vera fyrirmynd í jafnréttismálum. Hlutverk ráðherranefndar um jafnréttismál er að samhæfa störf ráðherra og ríkisstjórna á sviði jafnréttismála. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra eiga fast sæti í nefndinni en aðrir ráðherrar sitja fundi nefndarinnar eftir þörfum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?