fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Símans – Skilyrði samnings verða óbreytt

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað kröfu Símans um að breyta skilyrðum samnings milli Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.

Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um.

 

Á meðal þeirra skilyrða sem Vodafone gekkst undir vegna samrunans var að veita nýjum og smærri keppinautum tímabundinn heildsöluaðgang að mikilvægum sjónvarpsrásum og dreifikerfi Vodafone fyrir sjónvarp.

 

Með kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála 3. nóvember 2017 kærði Síminn hf.  ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu og krafðist þess að breytingar yrðu gerðar á þeim skilyrðum sem voru sett samrunanum. Nánar tiltekið krafðist Síminn þess að skilgreiningu skilyrðanna um svokallaða nýja og smærri keppinauta yrði breytt þannig að skilyrðið um heildsöluaðgang að sjónvarpsrásum Vodafone næði einnig til Símans. Taldi Síminn jafnframt að Samkeppniseftirlitið hefði brotið gegn andmælarétti og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga við rannsókn málsins.

 

Með úrskurði sínum 16. janúar 2018 í máli nr. 6/2017, Síminn hf. gegn Samkeppniseftirlitinu, hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafnað kröfu Símans um breytingar á sátt eftirlitsins við Vodafone. Tók áfrýjunarnefndin m.a. fram að ekki verði „annað séð en að þau skilyrði sem samrunanum voru sett með sáttinni séu reist á málefnalegum grunni og að með þeim megi koma í veg fyrir þau skaðlegu áhrif á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði sem samruninn var ella líklegur til að hafa í för með sér.“ Þá var það jafnframt mat nefndarinnar að málsmeðferð við rannsókn samrunans hafi verið í samræmi við kröfur stjórnsýslulaga.

 

Að sögn Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, gæti þetta haft í för með sér hækkun á verði sjónvarpsefnis til neytenda:

„Síminn taldi nauðsynlegt að láta á það reyna fyrir viðskiptavini sína hvort félagið fengi heildsöluaðgang að mikilvægum sjónvarpsrásum Vodafone, eins og samkeppnisyfirvöld ákváðu að öll önnur fjarskiptafyrirtæki fengju. Ástæðan er sú að við teljum að án heildsöluaðgangs geti aukin harka færst í samkeppni um einstakt sjónvarpsefni, eins og enska boltann, sem gæti þá hækkað verð til neytenda. Síminn metur niðurstöðu samkeppnisyfirvalda með þeim hætti að aukin áhersla sé nú lögð á að stærstu fjarskiptafyrirtækin aðgreini sig á markaði með ólíku vöruframboði. Skilaboðin eru að óskynsamlegt sé að skylda þau til að veita hvort öðru aðgang að myndefni sínu. Þau geti gert þá samninga á viðskiptalegum forsendum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“