fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Ólafur og Vala gefa ekki kost á sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn – Leiðin greið fyrir Eyþór

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson

Ólafur Arnarson hagfræðingur, ætlar ekki að bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga í vor, en hann tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni í morgun. Í gær sagðist hann ætla að hugleiða málið eftir fjölda áskorana, en ákvað að gefa ekki kost á sér.

 

 

 

 

Í samtali við Eyjuna sagðist Ólafur ekki hafa hræðst framboð Eyþórs Arnalds, hann hafi alltaf búist við verðugum frambjóðendum:

„Nei ég reiknaði alltaf með að það yrði nú einhver sóttur í þetta, ef ekki Eyþór þá einhver annar. Þetta sneri bara að mér og mínu fólki, maður þarf að geta gefið sig allan í þetta og ég er bara ekki í þeirri stöðu að geta það,“

sagði Ólafur.
Vala Pálsdóttir, sem einnig hefur legið undir feldi með framboð, sendi frá sér tilkynningu undir hádegi, að hún hyggðist ekki bjóða sig fram:

„Síðustu dagar hafa verið stórskemmtilegir, eiginlega ótrúlegir. Það hvarflaði ekki að mér að ég ætti svona góðan og víðtækan stuðning í borgarmálin og það úr ólíkum áttum. Það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn iðar af áhuga og vilja flokksmanna til að bæta borgina okkar. Ég hef hugsað málið mjög vel og hef tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram í leiðtogaprófkjörið. Ég er þó mjög þakklát fyrir alla þá hvatningu og stuðning sem ég hef fundið fyrir.

Ég mun halda áfram starfi mínu sem formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, í því mikilvæga hlutverki að hvetja og efla allar þær góðu konur sem starfa fyrir flokkinn um land allt til þátttöku í stjórnmálum.

Áfram Sjálfstæðisflokkurinn! “

Leiðin virðist því nokkuð greið fyrir Eyþór Arnalds, en miðað við þá gagnrýni sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa fengið frá samflokksmönnum sínum hingað til, munu þau Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir eiga fullt í fangi með að sigra Eyþór í leiðtogakjöri flokksins þann 27.janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis