fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Björn Jón útilokar ekki framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni – Verst allra frétta

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 8. janúar 2018 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jón Bragason

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur, vildi lítið tjá sig við Eyjuna varðandi þann orðróm sem birtist á vef Eiríks Jónssonar, um að hann hyggðist taka þátt í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstkomandi borgar-stjórnarkosningar. Nafn Björns er eitt margra sem nefnd hafa verið á undanförnum dögum, en leiðtogakjörið fer fram þann 27. janúar. Hann staðfesti þó að hugmyndin hefði verið viðruð við sig:

 

 

 

„Ég get staðfest klisjuna, um að margir hafi komið að máli við mig vegna málsins, en ég verst þó allra frétta,“

 

sagði Björn Jón.

 
Flestir, ef ekki allir þeir sem til sögunnar hafa verið nefndir varðandi framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn undanfarið, hafa ekki viljað gefa kost á sér. Björn Jón hugsar sér því máske gott til glóðarinnar, fyrst hann útilokar ekki framboð.
Björn Jón er höfundur bókarinnar Í liði forsætisráðherrans eða ekki ? sem kom út fyrir síðustu jól. Björn Jón hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár, bæði í Heimadalli og SUS, en hann beið í lægra haldi fyrir Davíð Þorlákssyni í formannskosningu SUS árið 2011. Björn bauð sig fram í 2.-3. sætið til borgarstjórnar Reykjavíkur árið 2014, en hlaut ekki kosningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis