fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Varðskipið Þór færði Flateyingum ferskvatn – Vatnsskortur var yfirvofandi

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 7. janúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór var í gær við störf í Flatey á Breiðafirði en heimamenn höfðu haft samband við Landhelgisgæsluna vegna yfirvofandi vatnsskorts í eynni. Áhöfn Þórs dældi þrjátíu tonnum af ferskvatni yfir í eyna. Dælingin gekk prýðilega en hún tók fimm klukkustundir og 35 mínútur. Að henni lokinni voru allir tankar í eynni orðnir fleytifullir.

Um það leyti sem Þór var að athafna sig við Flatey barst ábending um að maður í eynni hefði slasast og þyrfti á aðhlynningu að halda. Sjúkraflutningamenn úr áhöfn skipsins fóru í land á léttbát til að athuga líðan mannsins. Skoðun þeirra leiddi í ljós að hann væri líklega rifbeinsbrotinn. Svo heppilega vildi til að þyrlan TF-SYN var í gæsluflugi í grenndinni og var því ákveðið að hún sækti þann slasaða og kæmi honum til læknis. Þyrlan lenti í Flatey um kaffileytið í gær, nánar tiltekið klukkan 14:53. Um hálftíma síðar lenti svo TF-SYN á flugvellinum í Stykkishólmi. Þar beið sjúkrabíll sem flutti manninn á heilbrigðisstofnunina í bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn