fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Virtur geðlæknir segir Trump vera „missa tökin á raunveruleikanum“ og á barmi taugaáfalls

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Bandy X. Lee og Donald Trump. Mynd/Getty

Hópur þingmanna úr fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríska þingsins fékk prófessor í geðlækningum, Dr. Bandy X. Lee frá Yale háskólanum, til þess að ræða við sig um geðheilbrigði Bandaríkjaforseta, Donald Trump, snemma í desembermánuði síðstliðnum. Voru þingmennirnir sagðir áhyggjufullir yfir ástandinu á Trump og vildu álit fagaðila til þess að skýra það betur. Flestir voru þingmennirnir úr hópi demókrata, en einn ónafngreindur fulltrúi repúblikana var einnig staddur á fundinum.

 

Haft var eftir Lee á fundinum:

„Hann virðist vera að missa tökin á raunveruleikanum og grípur til samsæriskenninga. Það eru merki þess að hann fari í árásarham þegar hann er undir álagi. Það þýðir að hann getur orðið hvatvís og afar óstöðugur.“

Þá sagði Lee forsetann hvetja til ofbeldis og laðast að öflugum vopnum. Hún sagði samskipti Trump við Norður-Kóreu bera þess merki  að forsetinn væri á barmi taugaáfalls.

Greining Lee hefur þó verið gagnrýnd, þar sem hún hefur aldrei hitt Trump, en samkvæmt siðareglum Geðlæknafélags Bandaríkjanna mega geðlæknar ekki framkvæma slíka greiningu á fólki sem það hefur ekki sjálft tekið til meðferðar.

 

Yale háskólinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem skólinn hélt fram hlutleysi sínu:

„Yale háskólinn tekur ekki afstöðu eða gefur út yfirlýsingar varðandi heilsu eða læknisfræðilegt ástand opinberra starfsmanna. Hinsvegar mun háskólinn ekki hlutast til um tjáningarfrelsi eða akademískt frelsi kennara skólans sem vilja tjá skoðanir sínar er varða sérsvið þeirra.“

 

Lee tók fram að hún væri ekki í aðstöðu til að sálgreina forsetann, eða aðrar opinberar persónur, úr fjarlægð. En hún sagði að það væri ætlast til inngrips af fagaðilum í læknastétt í aðstæðum þar sem hætta steðjar að almenningi. Sagði hún að hegðun forsetans sýndi þess glögg merki.

 

Viðbrögð Hvíta hússins voru fyrirsjáanleg. Sarah Sanders fjölmiðlafulltrúi, sagði allar spurningar varðandi geðheilsu forsetans „skammarlegar“. Og væri forsetinn ekki á vetur setjandi, „sæti hann ekki á forsetastóli“ og hefði ekki sigrað „hæfasta hóp frambjóðenda frá stofnun Repúblikanaflokksins“. Þá sagði hún Trump „ótrúlega sterkan“ leiðtoga og fólk ætti frekar að hafa áhyggjur yfir geðheilsu „leiðtoga Norður-Kóreu.“

Dr. Lee bar til baka ásakanir um að hún væri í pólitískum leðjuslag, sagðist ekki hafa áhuga á flokkspólitík og hafi aldrei verið skráð í stjórnmálaflokk; hugmyndafræði væri ekki áhugaverð.

Lee mun hitta fleiri þingmenn og áhrifavalda í Washington, síðar í mánuðinum. Þá hefur Jamie Raskin, þingmaður frá Maryland, kynnt frumvarp sem viðbót við 25.grein stjórnarskrárinnar, er fjallar um hvenær forseti telst óstarfhæfur vegna heilsufars. Í frumvarpi Raskin er mælt með að 11 manna nefnd geðlækna, fyrrum forseta, varaforseta, utanríkisráðherra og annarra háttsettra aðila ákveði hvort forsetinn sé hæfur til starfa eða ekki.

 

Heimild: CNN

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn