fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Trump segir bók um sig fulla af „lygum og rangtúlkunum“ – Kemur út í dag

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti er æfur yfir útkomu bókarinnar Fire and Fury: Inside the Trump White House sem koma á út í dag. Lögfræðingar Trump hafa barist harðlega gegn útgáfu bókarinnar, sem varð til þess að útgefendurnir flýttu útgáfu hennar.

Bókin byggir á fjölda viðtala Michael Wolff, fyrrum blaðamanns á New York Magazine og Vanity Fair, við starfsmenn Hvíta hússins, þar á meðal Steve Bannon, sem var kosningastjóri Trumps áður en hann var rekinn fyrir ummæli sín um að sonur Trumps hafi gerst sekur um landráð þegar hann hitti lögræðing sem tengist stjórnvöldum í Rússlandi. Sagði Trump að því tilefni að Bannon hefði misst vitið og væri áhrifalaus oflátungur. Í nótt tísti Trump enn frekar um málið:

„Ég gaf höfundi gervibókarinnar núll aðgang að Hvíta húsinu (ég reyndar hafnaði honum margsinnis). Ég talaði aldrei við hann vegna bókarinnar. Full af lygum, rangtúlkunum og heimildamönnum sem eru ekki til. Horfið á fortíð þessa manns og sjáið hvað kemur fyrir hann og hinn óvandaða Steve!“

 

Greina má nokkra taugaveiklun í tísti Trumps og er hann augljóslega að tala um Steve Bannon og Michael Wolff.

Í bókinni er Trump sagður vanstilltur á geði. Helstu aðstoðarmenn Trump, Steve Mnuchin og Reince Priebus kalla hann fávita en lögfræðingar Trump segja að bókin sé full af ærumeiðingum í garð fjölskyldu Trump og blaðafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, segir bókina hugarburð sem ólíklegt sé að Bandaríkjamenn leggi trúnað á það rusl sem þar er að finna.

 

Greinilegt er að í bókinni eru upplýsingar sem Trump vill ekki að spyrjist út. Verður framvindan því forvitnileg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn