fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Allir ráðherrar Íslands eru á Facebook og Twitter – Katrín með flesta fylgjendur

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru almennt séð nokkuð duglegir á samfélagsmiðlum

Samkvæmt hávísindalegri mælingu tölfræðideildar Eyjunnar, eru allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar með annaðhvort Facebook síðu, eða Twitter reikning.

 

 

 

 

 
Af Twitter-notendum ríkisstjórnarinnar er þó einn sem aðeins virðist hafa stofnað reikning, en aldrei notað hann, en það er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Reikningur hans var stofnaður í desember og því ekki nema von að hann sé skammt á veg kominn. Er hann með einn fylgjanda, (Eyjan) og fylgir hann einum. (Game Hive)

 

Hvað vinsældir varðar, þá er Katrín Jakobsdóttir með 5706 fylgjendur á Twitter, en 14,453 vini á læksíðu hennar á Facebook. Aðrir ráðherrar eru með eftirfarandi:

 

  • Bjarni Benediktsson er með 5216 fylgjendur á Twitter, en gefur ekki upp vinafjölda á Facebook.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson er með 5641 vini á Facebook (like-síða) og 3039 á Twitter
  • Lilja Alfreðsdóttir er með 3832 vini á Facebook en 1611 fylgjendur á Twitter
  • Sigríður Á. Andersen er með 3094 vini á Facebook en 985 fylgjendur á Twitter
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á 2084 vini á Facebook en 1523 fylgjendur á Twitter
  • Ásmundur Einar Daðason á 4691 vini á Facebook en 565 fylgjendur á Twitter
  • Sigurður Ingi Jóhannsson er með 4648 vini á Facebook (like-síða) og 952 fylgjendur á Twitter
  • Svandís Svavarsdóttir á 1481 vini á Facebook (like-síða) og er með 3100 fylgjendur á Twitter
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson gefur ekki upp fjölda vina á Facebook og er óvirkur á Twitter
  • Kristján Þór Júlíusson gefur ekki upp fjölda vina á Facebook en er með 1225 fylgjendur á Twitter

 

Þegar heilt er á litið verður því ríkisstjórn Íslands að teljast nokkuð nútímavædd og móðins, án þess að samanburður liggi fyrir hjá öðrum ríkjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins