
Samkvæmt nýri skýrslu um flugöryggi, var árið 2017 það öruggasta frá upphafi. Engin dauðsföll voru rakin til flugvéla knúnum þotuhreyflum í farþegaflutningum en skýrslan tekur aðeins til flugvéla sem eru yfir 5700 kíló að þyngd.
Donald Trump Bandaríkjaforseti, eignaði sér heiðurinn af þessu á Twitter í dag:
„Síðan ég tók við embætti hef ég verið mjög strangur gagnvart almennings flugsamgöngum. Góðar fréttir – Samkvæmt nýrri skýrslu voru Núll dauðsföll á árinu 2017, besta og öruggasta ár frá upphafi!“
Trump lagði til bann á raftækjum í handfarangri í flugi frá völdum ríkjum í Miðausturlöndum og Afríkuríkjum í mars síðastliðnum og gerði ríkisstjórn Bretlands slíkt hið sama í kjölfarið. Framámenn í flugöryggi fordæmdu bannið, sögðu það aðeins leiða til þess að fólk myndi pakka raftækjum sínum í ferðatöskur, sem gerði öryggisstarfsmönnum mun erfiðara fyrir.
Heimild: