fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Móðir Sunnu Elviru ákærð

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 12:20

Sunna Elvira Þorkelsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, er ákærð fyrir meint skattalagabrot

Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá einstaklinga fyrir meint skattalagabrot sem framin voru í rekstri verktakafyrirtækisins SS verks, sem í dag heitir Verktak-15. RÚV greinir frá.

Þau eru Sigurður Kristinsson, Armando Luis Rodrigues og Unnur Birgisdóttir. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem lamaðist við fall á heimili sínu á Spáni í upphafi árs og hefur dvalið á spítölum þar síðan.  Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar, grunaður um stórfelldan fíkniefnainnflutning í svokölluðu Skáksambandsmáli.

Armando Luis Rodriguez, sem er ákærður ásamt Sigurði og Unni, á að baki langan sakaferil. Þar má helst nefna 16 mánaða fangelsisdóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2010. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa veist að manni í miðbæ Reykjavíkur ásamt öðrum meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar í líkama hans

Unnur er móðir Sunnu Elviru en hún var starfsmaður SS verks um árabil og sá um bókhald félagins. DV fjallaði meðal annars um umdeilan gjörning sem skiptastjóri rannsakaði en hann snerist um heimili Unnar í Kópavogi. Þann 10. maí 2017 var þinglýst afsali af íbúð í fjölbýlishúsi við Vallakór 2b í Kópavogi. Seljandi íbúðarinnar var SS hús ehf., en fyrirtækið byggði umrætt fjölbýlishús. Kaupandi fasteignarinnar var GS Pípulagnir ehf., en það félag var stofnað af Gísla Steingrímssyni, eiginmanni Unnar og stjúpföður Sunnu Elviru. Sunna Elvira er skráð stjórnarformaður félagsins og framkvæmdastjóri en hún kvittaði undir afsalið að eigninni fyrir hönd GS Pípulagna ehf.

Vafi lék á hvort greiðsla hafi borist vegna viðskiptanna og því hafði skiptastjóri SS húsa ehf., Heiðar Ásberg Atlason, lagt fram kröfu þess efnis að gerningum yrði rift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot
Fréttir
Í gær

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Í gær

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum
Fréttir
Í gær

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut