fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Prófessor í kröppum dansi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. apríl 2018 22:00

Valery Fabrikant Greip til byssunnar þegar allt annað þraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var maður, og er enn, að nafni Valery Fabrikant. Fabrikant þessi kom í heiminn árið 1940 í borginni Minsk, sem þá tilheyrði Sovétríkjunum sálugu en er nú höfuðborg Hvíta-Rússlands. Saga Minsk kemur þó ekki meira við sögu hér.

Fabrikant flutti til Kanada árið 1979 og varð aðstoðarprófessor í verkfræðideild Concordia-háskólans í Montreal og hóf þar kennslu árið 1980.

Ósáttur við kollegana

Svo virðist sem annaðhvort hafi ýmislegt ekki verið sem skyldi í Concordia eða að Fabrikant hafi lítt verið friðarins maður. Fabrikant hafði ekki fengið fastráðningu við háskólann þrátt fyrir að hafa sótt um hana í fjórgang. Velktist Fabrikant ekki í vafa um hverjir bæru þar ábyrgð á og sakaði félaga sína um að hafa komið í veg fyrir fastráðninguna. Hann bætti reyndar um betur og sagði kollegana að auki hafa róið að því öllum árum að hann missti vinnuna.

Leitaði til dómstóla

Fabrikant bar yfirstjórn háskólans á brýn að umbera æði mikið frjálsræði í höfundarréttarmálum. Þannig stunduðu kennarar kinnroðalaust að láta skrá sig sem meðrithöfunda efnis þar sem þeir höfðu ekkert lagt til málanna.

Árið 1992 fann Fabrikant sig knúinn til að leita á náðir dómstóla til að fá nöfn nokkurra kollega fjarlægð af efni sem hann hafði skrifað á 9. áratugnum, þeir ættu enda ekki einn stafkrók í umræddum greinum.

Uppgjör á 9. hæð

Þetta ósætti Fabrikants og vinnufélaga hans náði hámarki 24. ágúst 1992. Á níundu hæð Henry F. Hall-byggingar Concordia-háskólans birtist Fabrikant og var greinilega ekki hlátur í hug. Þrátt fyrir að oft sé haft á orði að penninn sé máttugri en sverðið hafði Fabrikant ákveðið að skipta því fyrra út fyrir það síðarnefnda.

Reyndar var Fabrikant ekki með sverð í fórum sínum heldur skotvopn og skotfæri.

Dauðir prófessorar

Á hæðinni voru staddir nokkrir starfsmenn verkfræðideildar Concordia-háskólans og lét Fabrikant kúlunum rigna yfir þá. Í kúlnaregninu létu lífið prófessorarnir Matthew Douglas, Michael Hogben og Aaron Jaan Saber. Ritarinn Elizabeth Horwood og Phoivos Ziogas, deildarforseti verkfræðideildarinnar, særðust.

Horwood varð frekara lífs auðið en Ziogas tórði í dái í um mánuð áður en innvortis áverkar drógu hann til dauða.

Fundinn sekur

Fabrikant sá sjálfur um vörn sína þegar réttarhöld hófust. Eftir nokkrar vikur sá dómari sig tilneyddan til að fresta réttarhöldunum og láta kanna hvort Fabrikant væri yfirhöfuð sakhæfur. Óvenju- og sérviskuleg hegðun hans gaf ástæðu til að ætla að Fabrikant gengi ekki andlega heill til skógar.

Spenntur prófessor
Á tímabili var efast um geðheilsu Fabrikants.

Niðurstaðan varð sú að hann væri sakhæfur en eftir fimm mánuði lét dómari gott heita og stöðvaði varnartilburði Fabrikants. Kviðdómur komst í kjölfarið að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur.

Lífstíðardómur

Valery Fabrikant afplánar nú lífstíðardóm í Archambault-fangelsinu í Quebec og ku vera virkur í hinum ýmsu fréttagrúppum þar sem hann segir sína útgáfu af atburðarásinni fyrrum. Hefur hann meðal annars sagst vera saklaust fórnarlamb samsæris.

Áttu við rök að styðjast

Reyndar leiddi mál Fabrikants til þess að rannsakaðar voru þær siðferðislegu línur sem farið var eftir víða í fræðaheiminum í Kanada. Rannsókn innan deildar Fabrikants í Concordia-háskólanum leiddi í ljós að margar fullyrðingar hans áttu við rök að styðjast. Segir sagan að þeir þrír fræðamenn sem voru þungamiðjan í ásökunum Fabrikants hafi síðan verið neyddir til að setjast í helgan stein fyrir aldur fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun