fbpx
Laugardagur 27.desember 2025

16 ára stúlka rekin heim úr skólanum fyrir að vera of mikið förðuð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir 16 ára stelpu í Nottinghamshire er reið út í skólayfirvöld eftir að dóttir hennar, Jazzmin, var rekin úr skólanum vegna þess að hún var of mikið förðuð á skólatíma. Móðir stúlkunnar, Rachel Barr, sagðist ekki hafa séð Jazzmin áður en hún fór í skólann svo eftir að hafa fengið símtalið frá skólanum var hún tilbúin að skamma hana þegar hún kæmi heim. Nema að þegar hún sá hana þá sá hún varla að hún væri förðuð. Jazzmin notar ekki oft snyrtivörur fyrir skólann og farðaði sig í þetta skipti með smá farða, augabrúnapensli og highlighter.

Svona var Jazzmin máluð þegar hún var send heim.

Þegar hún kom í bílinn, spurði ég „er þetta það?“

sagði Rachel við Metro.

Ég hélt hún væri alveg fullmáluð en ég gat varla séð að hún væri förðuð nema ég horfði mjög vandlega. Jazzmin mætir vel í skólann og fær sjaldan eftirsetu. Hún er ekki vandræðabarn.

Í regluskrá skólans kemur fram að eldri nemendur mega farða sig á meðan það er í verulegu hófi og lítur náttúrulega út. Gerviaugnhár eru bönnuð og ef nemandi er of mikið farðaður er hann beðinn um að taka af sér farðann.

Móðir stúlkunar sagði að ef skólinn hefði aðeins látið hana mæta í eftirsetu hefði það verið í lagi, en hún var rekin úr skólanum í einn og hálfan dag. Á þessum aldri er stórt próf hjá bandarískum nemundum og fara margar kennslustundir í undirbúning fyrir GCSE prófið. Þannig Jazzmin missir af mikilvægum kennslustundum sem getur haft áhrif á stöðu hennar í prófinu.

Mér finnst þetta of mikið. Þetta er fáranlegt að hún fær ekki að fara í skólann í einn og hálfan dag þegar þú sérð hvernig hún var förðuð,

sagði móðir hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill of há laun fyrir Barcelona

Vill of há laun fyrir Barcelona
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Glasner muni kveðja 2026

Segir að Glasner muni kveðja 2026
433Sport
Í gær

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“
Fókus
Í gær

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.