fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Glimmer, slagorð og pínulitlar töskur – Freyr Eyjólfs tekur okkur í kennslustund í tískustraumum

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. mars 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glimmer, slagorð og pínulitlar töskur – þetta er meðal þess sem Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður segir að verði í tísku næsta vor en hann lætur tískuvikuna í París ekki fram hjá sér fara. Freyr er búsettur í Frakklandi og stundum má heyra hann flytja fréttir þaðan á Rás 2. Á mánudaginn kynnti hann fyrir hlustendum hvaða tískustraumar verða ríkjandi á árinu.

Lestu meira: Götutískan á tískuvikunni í París

Við fengum góðfúslegt leyfi hjá útvarpsmanninum/tískulögregluþjóninum til að birta þessa samantekt:

Mér er ekkert mannlegt óviðkomandi. Ég fylgist grannt með tískuvikunni í París og tók saman 13 atriði fyrir vorið 2017.

Konur! Þetta er málið fyrir vorið:

1. Axlapúðar aftur komnir, því stærri því betri. Í kápum, jökkum, drögtum. Grace Jones-lúkkið alla leið!

Frá sýningu Valentino. Mynd: Pinterest

2. Pínkulitlar handtöskur, ekki einu sinni síminn kemst fyrir, bara kredit kort, varalitur, lyklar.

Þessi ætti að duga. Mynd: Pinterest

3. Risastórar handtöskur sem líta út eins og svefnpokar. Litríkir og skrautlegir. En lykilatriðið hér er að setja alls ekki mikið oní þá. Helst eiga þeir að vera tómir.

Samfestingur frá Y-3 með nokkrum vösum. Mynd: Pinterest

4. Vasar – það er töff að vera með vasa, nothæfar og praktískar flíkur, hettur, praktískt hönnun.

Isabel Marant. Mynd: Pinterest

5. Mittisól, mittisband, svona í korselettu-stíl. Kannski eru þetta Kardashian áhrif – hún er oft með svona „gullband um sig miðja“

Við getum ekki annað en tekið undir þetta slagorð sem sást á sýningu Dior. Mynd: Pinterest

6. Slagorð á flíkum. Eins og „We Should All Be Feminists,“ á flík frá Maria Grazia Chiuri fyrir Dior. „No Leather and No Fur“ sem var áberandi í fatalínu Stella McCartney’s . Og þar með tekur hún harða afstöðu gegn loðdýrarækt.

Úr vorlínu Valentino 2017. Mynd: Pinterest

7. Gegnsæ föt – töff að láta sjást í nærbuxur og brjóstahaldara.

Vor- og sumarlína Dior 2017. Mynd: Pinterest

8. Skrýtnir hattar, því skrýtnari þeim mun betri.

Úr karlalínu Haider Ackermann fyrir vor og sumar 2017. Mynd: Pinterest

9. Bleikt, bleikt, bleikt. „Pink is the new black“

Þetta lúkk er reyndar úr haust- og vetrarlínu YSL – en þið skiljið hvað Freyr er að fara. Mynd: Pinterest

10. Eigtís tíska í gangi. Allt sem er eigtís er in.

Síðkjóll og götuskór. Mynd: Pinterest

11. Götutíska – blanda henni saman við hátísku. Hettupeysur, strigaskór.

Stella McCartney vor 2017. Mynd: Pinterest

12. Hvítt, hvítt, hvítt. Spítalahvítt. Langar breiðar ermar. Svona nunnuföt. Áberandi hjá Stellu McCartney.

Glitrandi kjóll úr vorlínu Balmain 2017. Mynd: Pinterest

13. Glitrandi glimmer. Kjólar eiga að glansa!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skrifar nokkuð óvænt undir eftir mikla óvissu í sumar

Skrifar nokkuð óvænt undir eftir mikla óvissu í sumar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk sagði að Trump væri í Epstein-skjölunum en svo reynist hann vera þar sjálfur

Musk sagði að Trump væri í Epstein-skjölunum en svo reynist hann vera þar sjálfur
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.