fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Móðir aflýsti ferð í Disneyland vegna „greinilegrar gagnkynhneigðrar“ stefnu garðsins – Andsvar við fordómum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 17. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ótrúlegt en því miður satt að árið 2017 getur ein samkynhneigð persóna í Disney kvikmynd gert fólk alveg brjálað. Í Beauty and the Beast, sem er nýkomin út, er einn karakterinn opinberlega samkynhneigður. Að mínu mati er það frábært og löngu kominn tími til. En sumt fólk er haldið svo miklum fordómum að það er nánast eins og þau haldi að þessi mynd tákni enda alheimsins.

Sem dæmi þá hefur kvikmyndin verið bönnuð í Malasíu og í kvikmyndahúsi í Bandaríkjunum, bönnuð innan 16 ára í Rússlandi og eru margir hópar með stranga stefnu að vilja banna þessa mynd og sniðganga Disney, því í fyrsta sinn í sögu Disney er einn karakter í myndinni opinberlega samkynhneigður.

Margir foreldrar hafa lýst mikilli óánægju vegna málsins, af einhverjum ástæðum í ótta að börnin þeirra „smitist af samkynhneigð“ og að þetta sé „svo óeðlilegt“ og ekki „við hæfi barna.“ Því fjölbreytni er fáránleg og það á ekki að ala börnin sín upp í þeirri trú að þau geti verið þau sjálf og séu alveg jafn frábær sama hvaða kyni þau laðist að, því greinilega er það eitthvað sem maður getur stjórnað og valið. Ég tek það fram að þetta er kaldhæðni.

Fyrir rúmlega viku síðan deildi ein móðir færslu á blogginu thismodestmom.com þar sem hún lýsti því yfir að hún var búin að aflýsa rúmlega 600 þúsund króna ferð í Disneyland með alla fjölskylduna sína, vegna samkynhneigða karaktersins í Beauty and the Beast. Ég get ekki lýst því hvað manni þykir þetta sárt að heyra, að fólk sé með svona mikið óskiljanlegt hatur gegn kynhneigð fólks. Sem betur fer eru margir á sama máli og ég og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Í kjölfar fjölda ummæla og netpósts hefur hún eytt færslunni.

Önnur móðir ákvað að svara þessum fordómum á skemmtilegan hátt. Hún tók upp myndband þar sem hún segir frá því að hún ætli að aflýsa ferð til Disneyland vegna „greinilegrar gagnkynhneigðar“ stefnu garðsins, að Disney sé oft með aðalkaraktera sem eru gagnkynhneigðir og það vill hún sko ekki að börnin sín sjá og svo framvegis. Stórkostlegt andsvar sem sýnir hversu fáránlegir þessir fordómar gegn samkynhneigðum eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vonleysi yfir Eddie Howe – Segir þetta vanta í lið Newcastle

Vonleysi yfir Eddie Howe – Segir þetta vanta í lið Newcastle
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum
Dick Cheney er látinn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.