fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Afþreying vikunnar: Big Little Lies

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 19. mars 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krúið er mætt og þú veist það endar illa. Shailene Woodley, Nicole Kidman og Reese Witherspoon í hlutverkum sínum í Big Little Lies.

Við lifum sannarlega á gullöld sjónvarpins. Fyrir nokkrum árum síðan hefði engum dottið það í hug að tvær konur sem hlotið hafa Óskar fyrir besta leik í aðalhlutverki myndu láta bjóða sér litla skjáinn. Það er hins vegar þannig sem hlutirnir eru í þáttunum Big Little Lies. Þar fara þær Reese Witherspoon og Nicole Kidman á kostum ásamt einvalaliði leikara. Þættirnir byggja á bók ástralska rithöfundarins Liane Moriarty sem ber sama titil og kom út árið 2014. Þeir eru framleiddir af bandaríska kapalrisanum HBO.

Það er enginn smá kanóna úr bandarískri sjónvarpsþáttagerð sem skrifaði þessa sjö þátta míníseríu upp úr bókunum. Það er sjálfur David E. Kelly sem er heilinn á bak við þætti á borð við Practice, Ally McBeal, Boston Public og Boston Legal svo nokkrir séu nefndir. Hann hefur átt nokkuð mögur ár undanfarið og átt erfitt að fóta sig í nýju umhverfi sjónvarpsins en hann sýnir það með þessum þáttum að hann hefur engu gleymt.

Þemalag þáttanna, Cold Little Heart með Michael Kiwanuka

Liane Moriarty á auðvitað mestan heiðurinn enda þykir bókin frábær lesning sem erfitt er að leggja frá sér. Kelly tekst að koma þeirri tilfinningu til skila í þáttunum og er óhætt að segja að áhorfendur bíði með öndina í hálsinum.

Leikstjórinn er heldur enginn aukvisi. Það er hinn fransk-kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée sem leikstýrði Dallas Buyers Club en Matthew McConaughey og Jared Leto fengu Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í henni.

Bixby brúin í Monterey þar sem þættirnir gerast.

Þættirnir gefa manni lítið, en nóg í hvert skipti svo áhuginn haldist. Þetta eru þó ekki þættir sem enda alltaf með kjánalegum cliffhanger eins og til að mynda Lost eða Big Little Liars. Spennan er bara byggð upp stöðugt og það verður eitthvað þegar undan lætur.

Það er betra að gefa ekkert of mikið upp um söguþráðinn en það má í grófum dráttum segja að þættirnir segi frá lífi mæðra í vel stæðum hluta Kaliforníu. Börn þeirra ganga í sama skóla og þannig skarast líf ólíkra fjölskyldna með eftirminnilegum hætti. Þegar ég kynnti mér þættina fyrst var ég efins, enn einn þátturinn um hvað það er erfitt að vera ríkur, hvítur og gagnkynhneigður í Bandaríkjunum. Þær áhyggjur voru óþarfar. Vandamálin sem foreldrar og sérstaklega mæður glíma við eru á margan hátt lík um allan heim þó að það hjálpi auðvitað að eiga hús við strendur Kyrrahafsins og nýjasta sportjeppann.

Auk áðurnefndra leikkvenna fara Shailene Woodley, Zoe Kravitz, Laura Dern, Adam Scott og Alexander Skarsgard með hlutverk í þáttunum. Enginn smá hópur. Að öðrum ólöstuðum er Skarsgard einfaldlega magnaður í hlutverki sínu sem hinn ungi, myndarlegi og stjórnsami eiginmaður karakters Nicole Kidman. Það er líka gaman að sjá Lauru Dern en hún er mögnuð leikkona og hefur alltaf verið. Adam Scott kemur líka á óvart í alvarlegu hlutverki en hann er þekktari fyrir að leika í léttara efni. Börnin sem leika í þáttunum eru líka flest afar frambærileg.

Það er því óhætt að mæla með því að lesendur Bleikt kíki á Big Little Lies enda er aðeins um sjö þætti að ræða, um 50 mínútur hver. Þetta er ekki skuldbinding upp á fimm tuttugu þátta seríu.

Big Little Lies eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Neyðarkall frá Búlandstindi

Neyðarkall frá Búlandstindi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.