fbpx
Sunnudagur 19.október 2025

Meðganga eftir missi – „Óttinn rændi mig meðgöngunni“

Heiða Ósk
Þriðjudaginn 14. mars 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 10 ár síðan dóttir mín kom í heiminn.
Önnur dóttir mín, sú sem kom á eftir þeirri sem dó.
Frá því að ég pissaði á prikið og þangað til hún var fædd var ég hrædd, stundum svo hrædd að
ég átti erfitt með að anda.

Lestu meira: „Ég hef lært að lifa með og þykja vænt um það sem mér fannst óbærilegt“ – Aðalheiður Ósk deilir erfiðri reynslu

Meðgangan var rússíbani með nokkrum innlögnum á meðgöngudeild þar sem ég var í miklu
eftirliti.
Eftir meðgöngu Birtu vöknuðu grunsemdir læknanna um leghálsbilun sem var svo staðfest á
þessari meðgöngu.
Ég taldi dagana og vikurnar sem ég gekk með hana og fagnaði hverjum mánuðinum sem leið.
Í öllum óttanum vissi ég að allt yrði í lagi, alveg eins og ég vissi að ekkert yrði í lagi þegar ég
gekk með Birtu litlu.

Núna vissi ég en þorði ekki að trúa og treysta að ég hefði rétt fyrir mér.
Mömmuhjartað veit alltaf best, ég hafði rétt fyrir mér.

Litla langþráða ljósið mitt kom í heiminn 14. mars 2007 eftir tæplega 37vikna meðgöngu.
Fæðingin gekk vel en mér fannst ég ekki ná andanum fyrr en hún tók sinn fyrsta andadrátt í
fanginu á mér þennan dag.
Þegar ég horfi til baka með fleiri fæðingar að baki og tímann sem hefur unnið með mér, þá
sé ég að óttinn rændi mig meðgöngunni.
Ég sé að þegar þessi meðganga hófst þá hélt engin utan um allt hrædda fólkið sem tók þátt í
henni.
Læknirinn minn var klettur sem gerði allt sem hann gat en sumt var einfaldlega ekki hans að
vinna með.
Hann fór samt oft langt út fyrir sitt verksvið og gerði sitt besta.
Hann hringdi heim til mín á aðfangadag 2006 til að athuga hvort ég lægi ekki upp í rúmi að bíða
eftir jólunum, ekki inn í eldhúsi að undirbúa þau.
Hann minnti mig líka á að það kæmu önnur jól eftir þessi jól.
Hann bjargaði lífi dóttur minnar og fyrir það ásamt öllu öðru sem hann gerði verð ég honum
eilíflega þakklát.

Í dag, 10 árum seinna er en engin sértækur stuðningur fyrir þetta hrædda fólk.
Ekkert teymi sem tekur utan um hræddu óléttu konurnar og fólkið þeirra.
Ljósmæður með reynslu, læknar og prestar, allir gera sitt besta og hellings gagn.
En það gerir ekki það sem þessar konur þurfa, þau eru góð viðbót en ekki hjálpin.

Mér var gefin þessi reynsla og henni ætla ég að deila til að gefa, gefa ró og stuðning við þá sem
þurfa.


Elsku litla besta vinkona mín, til hamingju með árin þín 10.
Gleði, ást og hamingja fylgi þér áfram í gegnum lífið.
Þín mamma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fókus
Í gær

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
433Sport
Í gær

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Í gær

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield
Pressan
Í gær

Fannst eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár – „Fáum dögum frá dauðanum“

Fannst eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár – „Fáum dögum frá dauðanum“