fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Réttindi hinsegin fólks: Ísland dregst aftur úr annað árið í röð

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 17. maí 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Regnbogakort Evrópu fyrir árið 2017 kom út í dag. Það er vel við hæfi enda er 17. maí er alþjóðagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu.

Regnbogakortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu. Ísland uppfyllir 47% af þeim atriðum sem sett eru fram og lækkar niður um tvö sæti þar sem við sitjum í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland og Ungverjaland. Hér má finna heildarskýrsluna um stöðuna í Evrópu.

Regnbogakort 2017

Ísland uppfyllir einungis 47% skilyrða Regnbogakortsins, samanborið við 59% árið 2016.

Það sem dregur Ísland helst niður á þessum lista er skortur á víðtækri jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Einnig er löggjöf um réttindi trans fólks ábótavant enda er enn krafist sjúkdómsgreiningar og læknismeðferðar til þess að þeir einstaklingar geti fengið nafni sínu og kyni breytt í þjóðskrá. Þá er ekki búið að banna ónauðsynleg inngrip í líkama intersex barna og líkamleg friðhelgi þeirra er því ekki tryggð.

Einnig að dregið hefur úr raunvirði fjárframlaga ríkisins til Samtakanna ’78 um 60% á síðastliðnum 10 árum.

Ein af afleiðingum þess er að Samtökin þurfa mögulega að loka hinseginvænni félagsmiðstöð fyrir 13-17 ára unglinga.

Samtökin ’78 sendu frá sér tilkynningu þar sem þau vilja minna stjórnvöld á að mannréttindi koma ekki af sjálfu sér og ef þeirra er ekki gætt getur átt sér stað afturför eins og við sjáum í vaxandi hatursglæpum gegn hinsegin fólki út um allan heim. Samtökin benda á að það skjóti skökku við að á sama tíma og við höfum jafnt og bítandi dregist aftur úr samanburðarlöndum okkar í réttindum hinsegin fólks hafa fjárframlög til samtakanna staðið í stað síðustu 10 ár og því lækkað að raunvirði um rúm 60% miðað við neysluverðsvísitölu.

Þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa mögulega að loka Hinseginvænni félagsmiðstöð Ungliða S’78 sem komið var á fót með tímabundnum styrkjum frá Velferðarráðuneytinu og Reykjavíkurborg árið 2016. Hinsegin ungmenni eru í margfaldri áhættu á að verða fyrir fordómum og einelti á við aðra jafnaldra sína og allar innlendar og erlendar rannsóknir sýna að algengi þunglyndis, kvíða, sjálfsskaða og sjálfsvíga sé mun hærra í þessum hópi.

Á næsta ári eiga Samtökin ’78 afmæli og fagna 40 ára starfi í þágu mannréttinda og vitundarvakningar um stöðu hinsegin fólks hérlendis sem og erlendis. Það væri svo sannarlega kærkomin afmælisgjöf ef stjórnvöld tækju sér til fyrirmyndar allan þann metnað sem settur hefur verið í að tryggja jafnrétti kynjanna og útvíkka jafnréttishugtakið þannig að unnið sé að raunverulegu jafnrétti allra jaðarsettra hópa samfélagsins. Þar ætti Ísland svo sannarlega að vera í fremstu röð!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“

„Það svíður mig að ævistarf sé glæpavætt“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“