fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Tíu uppfinningar sem við gætum alveg lifað án

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 5. júní 2017 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manneskjan er alltaf að reyna að finna upp á einhverri nýjung sem hægt er að markaðssetja og selja í massavís. Stundum er verið að reyna að svara þörf sem er til staðar hjá neytendum en oft reyna framleiðendur að skapa þörfina – eða telja fólki trúum að það bæti líf sitt með því að kaupa einhvern óþarfa. Hér eru nokkur dæmi um vörur sem við gætum til dæmis alveg lifað án.

Klósettrúlluhöfuðfat

Flestir kannast við það hvimleiða vandamál að þurfa að hafa pappír við höndina þegar maður er kvefaður. Engin myndi leggjast svo lágt að ganga með klósettrúllu á höfðinu. Nei takk.

Ungbarnamoppan

Jú, börnin skríða oft um á mishreinu gólfi en það er algjör óþarfi að nýta þau sem gólftusku. Hversu óhreinn vill maður eiginlega að barnið verði?

Núðluslettuvörn

Núðluvatnið á það til að slettast í allar áttir… en hversu mikið gagn gerir þessi undarlega uppfinning? Frekar myndi maður skella á sig lambhúshettu… samt ekki.

Grasinniskór

Það er unaðsleg tilfinning að labba um í grasinu á berum tánum. Þegar maður fer að ganga um í sandölum úr grasi hefur maður hins vegar gegnið of langt.

Ferðakoddinn

Það getur verið óþægilegt að sofa sitjandi á ferðalögum og erfitt að finna kodda sem eykur þægindin. Þessi koddi kallast „strúturinn“ og er ekki ósvipaður því að grafa höfuðið í sand. En við getum alveg fundið aðrar leiðir til þess að leggja okkur.

Barnavagn á hlaupabretti

Þetta gæti verið gaman… en er það öruggt? Kannski er ástæða fyrir því að þessi vara hefur ekki fengið meiri útbreiðslu en raun ber vitni.

Regnhlíf með gardínu

Viltu vera alveg viss um að blota ekkert? Fáðu þér þá regnhlíf með áfastri vatnsheldri gardínu. Það mun örugglega enginn stara á þig þegar þú labbar niður götuna. Ekki heldur þegar þú hrasar klaufalega um gardínuna.

Rifjárn fyrir smjör

Er smjörið of hart til þess að smyrja brauðið? Þá er þetta rifjárn kannski fyrir þig. Við höfum þó lifað ár og aldir án þess að þurfa sérstaka græju í þetta.

Kaffibolli sem er líka straujárn

Þvílík bylting! Nú getur þú drukkið kaffi á meðan þú straujar flíkina. Gamanið er auðvitað búið um leið og þú sullar niður á fínu flíkina. Æi.

Fiskabúr í klósettinu

Vantar pláss fyrir fiskabúr á heimilinu? Kínversk fyrirtæki býður upp á klósett með innbyggðu fiskabúri… en við erum ekki viss hvort við viljum vita nákvæmlega hvernig þetta vikar.

Brightside tók saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maresca stefnir á titilinn í vetur

Maresca stefnir á titilinn í vetur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.