fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Guðný hafði bara efni á að leigja herbergi – Datt aldrei í hug að hún gæti lent í þessari stöðu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. október 2017 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér leið eins og það væri ekki pláss fyrir mig á Íslandi,“ sagði Guðný Helga Grímsdóttir, þrítug kona, sem hélt erindi á húsnæðisþingi í dag. Guðný var ein fjögurra kvenna sem stigu í pontu og sögðu frá reynslu sinni af leigumarkaðnum hér á landi.

Guðný Helga er með sveinspróf í húsgagnasmíði og B.A.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Hún var á leigumarkaði í sjö ár; var lengi á stúdentagörðum, leigði svo af skyldfólki en nú stendur henni aðeins almennur leigumarkaður til boða.

„Í febrúar skrifaði ég undir eins árs leigusamning en honum var sagt upp eftir fimm mánuði þar sem leigusalinn ákvað að flytja sjálfur inn. Ég byrjaði strax að leita en sá að leiguverðið var of hátt og ég hafði aðeins efni á að leigja herbergi. Það hefði aftur á móti þýtt að ég þyrfti að leigja geymslu fyrir búslóðina mína svo þetta gekk ekki upp.“

Í erindi sínu sagði Guðný Helga að sér hafði aldrei dottið í hug að hún gæti lent í þessari stöðu. Hún hafði talið sig vera vel fjárhagslega undirbúna til að reka leiguheimili. Hún fór því að leita að húsnæði utan við höfuðborgarsvæðið því hún taldi að þar yrði auðveldara að finna íbúð en svo reyndist ekki vera. Henni hafi liðið eins og það væri ekki pláss fyrir hana hér á landi.

Guðný Helga sá auglýsingu í Bændablaðinu um vinnu fyrir austan og þangað er hún flutt. Þar býr hún í húsnæði sem er tímabundið fram á næsta sumar. „Ég lifi einn dag í einu því framtíðin er óljós. Ég vil bara eiga stað sem ég get kallað heima.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð