fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Kynlíf einu sinni í viku er ákjósanlegast fyrir heilsuna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. desember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góð heilsa og kynlíf haldast í hendur. Rannsókn hefur sýnt fram á að ávinningurinn af því að stunda kynlíf er grennra mitti, kröftugra hjarta og minni hætta á brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbameini. Kynlíf er líka gott fyrir andlega heilsu, skapið er betra og minni líkur eru á þunglyndi.

En samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn eru Bandaríkjamenn í dag eigi að síður að stunda minna kynlíf en landar þeirra gerðu fyrir 10 árum.

Á árunum 2010 til 2014 stundaði meðal Bandaríkjamaðurinn kynlíf níu skiptum sjaldnar yfir árið, en meðal Bandaríkjamaðurinn gerði á árunum 2000 til 2004. Ef aðeins er horft á fólk í hjónabandi eru skiptin mun færri, eða 16 talsins yfir árið.

En hvað er það sem veldur því að fólk stundar kynlíf sjaldnar þrátt fyrir augjósan ávinning fyrir heilsuna? „Við getum einungis komið með ágiskanir,“ segir Jean Twenge, prófessor í sálfræði við San Diego háskólann og forsvarsmaður rannsóknarinnar. „Aukinn tími sem fer í vinnu og barnauppeldi getur útskýrt færri skipti hjá giftum einstaklingum. Einnig getur framboð á aukinni afþreyingu haft áhrif. Það er svo margt sem keppir um frítíma fólks.“

En þrátt fyrir færri skipti og færri klukkustundir sem við stundum kynlíf, erum við ekki hætt að stunda það. Fullorðinn einstaklingur stundar að meðaltali kynlíf í 54 skipti á ári eða aðeins oftar en einu sinni í viku, sýna niðurstöðurnar. Gift pör aðeins sjaldnar, eða 51 skipti á ári.

Það er hið besta mál, þar sem kynlíf einu sinni í viku er ákjósanlegt ef þú vilt auka hamingju þína samkvæmt rannsókn Amy Muise við York háskólann í Kanada. „Kynlíf eykur hamingjuna í sambandi,“ segir Muise. Merkilegt nokk virtist hamingjan hins vegar ekkert meiri, þó að pörin stunduðu kynlíf oftar en einu sinni í viku, eitt skipti dugar til.

Það má vera erfitt að finna orsök og afleiðingu þegar kemur að kynlífi og heilsu. Að lifa hamingjusömu og heilbrigðu lífi leiðir oft til meira kynlífs, en athöfnin sjálf hefur ekki endilega í för með sér betri líkamlega og andlega heilsu. Engu að síður, hvort sem kynlíf er orsök eða afleiðing, þá er heilbrigt kynlíf heilsunnar virði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 21 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.