fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Öskubuska
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið.

Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum saman sveiflaðist ég milli þess að vera grænmetisæta eða fiskæta en er í dag alveg vegan.

Lykilatriðið er virðing og samskipti

Lykilatriði í sambandi okkar er fyrst og fremst virðing og samskipti. Við ræðum okkar mörk, hvað er okkur mikilvægt og hvernig við getum reynt að mæta hvoru öðru á miðri leið. Sumir vegan einstaklingar geta ekki hugsað sér að vera með einhverjum sem borðar kjöt og dýraafurðir og skil ég það að mörgu leyti. Þetta er oftast hugsjón sem brennur djúpt í hjarta einstaklings og skiptir hann miklu máli.

Vissulega væru hlutirnir þægilegri ef kærasti minn væri einnig vegan, en hann hefur upp á svo miklu meira að bjóða en það. Skilningsríkari og yndislegri manneskju hef ég ekki kynnst, hann er kletturinn minn og styður mig í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég elska hann eins og hann er, og ætla ég mér að rækta það samband um ófyrirséða tíma.

Eins og ég nefndi, þá snýst þetta allt um að ræða hlutina og hvernig er hægt að mæta hvoru öðru.

Staðan í dag er frekar einföld fyrir okkur, hann fær hádegismat í mötuneytinu í vinnunni, ég er í vaktavinnu og vinn kvöldvaktir 2-3svar í viku. Ég elda mikið fyrir fram („meal prep”) en hann eldar sér oftast kvöldmat. Kvöldin þar sem við borðum saman eru því ekki mörg og hitta oft á helgar þar sem við fáum okkur spari máltíðir eins og pizzu.

Ég hreinlega get ekki sleppt því að undirbúa vikuna með góðu nesti

Ég hef þó ekki alltaf verið í vaktavinnu og höfum við bara látið hlutina „go with the flow.“ Ef við eldum saman þá er oftast eldaður grunnur svo sem grænmeti og quinoa, svo getur hann haft sinn próteingjafa (kjöt) og ég minn (tofu, baunir, soyakjöt). Ef ég elda heila vegan máltíð þá að sjálfsögðu fær hann sér af því en svo er marga óhollari réttina auðvelt að sníða að þörfum hvers og eins (t.d. pizza, pulsur, hamborgari) enda til vegan útgáfa af þessu öllu.

Setur mörkin við að elda kjötið ekki

Ég sé um matarinnkaupin á heimilinu og felst það stundum í því að kaupa vörur eins og mjólk, ost og kjúkling. Hann er þó tillitssamur og kaupir oftast kjötið sitt sjálfur. Einnig eldar hann kjötið sitt sjálfur, en það eru mín mörk að elda það ekki.

Ef við viljum kaupa okkur skyndibita saman eða fara út að borða þá verslum við alltaf við fyrirtæki sem bjóða upp á góða rétti sem henta okkur báðum.

Uppáhalds skyndibitastaðir og veitingastaðir:

– Tokyo sushi (vegan volcano rúllan er „to die for“)

– Íslenska flatbakan

– Serrano

– Roadhouse (veitingastaður, en við pöntum yfirleitt og sækjum)

– Burro (svo svo mikið uppáhalds, fínni veitingastaður)

– Sumac (fínni veitingastaður)

– Bombay bazaar (geggjað vegan naan brauð þar!)

– Bryggjan brugghús (okkar „go to“ fyrir brunch)

Einnig höfum við nýtt okkur fyrirtæki eins og Eldum rétt, en þá færðu uppskriftir og hráefni send heim að dyrum. Við höfum tvisvar pantað vegan pakkann og eldaði Biggi mestmegnis af því. Okkur þótti báðum maturinn mjög góður og uppskriftirnar einfaldar. Þetta hentar frábærlega þeim sem eru að fikra sig áfram í því að minnka dýraafurðir og virkar vel sem venjulegur heimilismatur. Hins vegar eru skammtarnir svolítið stórir og hitaeiningaríkir, í næringarhlutföllum sem henta mínum lífsstíl ekki svo vel. Ég hreyfi mig mikið, er að byggja upp vöðva og vel því næringu út frá því en það er umræðuefni fyrir annað blogg.

En hvað þegar þið stofnið fjölskyldu?

Hér geta hlutirnir hitnað hratt og er þetta mjög algengt umræðu efni. Veganismi og börn. Við erum ekki komin í þann pakka að stofna fjölskyldu (fyrir utan elskulegu voffana okkar) og erum ekki að detta í þennan pakka á næstunni. Hins vegar þá höfum við vissulega rætt þessi mál enda bara fjandi mikilvægt að hafa samskipti á hreinu áður en farið er að koma nýju lífi í heiminn (a.m.k. ef maður fær um það ráðið hvenær það kemur). Ég viðurkenni fúslega að þetta umræðuefni er erfitt að tækla og verður hvert og eitt par að finna hvað hentar því.

Þegar upp er staðið erum við tveir einstaklingar sem elskum hvort annað og erum ekki alltaf sammála en gerum okkar besta að láta hlutina ganga upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.