fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því.

Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi.

Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir tískusýningadömur.

„Þegar Karl sagði okkur fyrst frá þeirri hugmynd sinni að fara í samstarf með Kaia, vorum við mjög spennt vegna tækifærisins og kraftsins sem samstarf þeirra myndi hafa í för með sér,“ segir Pier Paolo Righi framkvæmdastjóri Karl Lagerfeld tískuhússins í yfirlýsingu.

„Við höfum unnið náið með Kaia síðustu mánuði í Los Angeles og í stúdíói okkar í París. Það var spennandi að sjá skýra sýn hennar, ástríðu og þátttöku og línan mun örugglega vera hvetjandi fyrir margar ungar konur.“

Tískulínan, sem mun innihalda auk fatnaðar, skartgripi, skó og sólgleraugu, mun blanda saman klassískum Parísarstíl Lagerfeld við vesturstrandarstíl Gerber. Kvöldfatnaðurinn mun vera í glæsilegum stíl, meðan kalifornískur stíll verður á hverdagsfatnaðinum.

Tískulínan verður sett á markað með viðburðum í Los Angeles, New York og París.

Talið er að Karl Lagerfeld sé með samstarfinu að reyna að líkja eftir góðum árangri af samstarfi Tommy Hilfiger við Gigi Hadid, sem er nú að skila sinni þriðju línu.

Kaia á ekki langt að sæka fegurðina, hæfileikana og áhugann á tískuheiminum, en móðir hennar Cindy Crawford, er ein af þekktustu og hæst launuðustu fyrirsætum allra tíma síðan hún kom fyrst fram á níunda áratugnum. Faðir Kaia er Rande Gerber viðskiptajöfur. Bróðir hennar, Presley, sem er 18 ára hefur einnig komið fram í auglýsingum og á tískusýningarpöllunum

Í fyrra sat öll fjölskyldan fyrir í auglýsingum fyrir Omega úrframleiðandann, en Crawford hefur verið andlit fyrirtækisins í yfir 20 ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.