fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433

Aron Einar: Planið er að taka 45 til 60 mínútur á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Mexíkó í vináttuleik á morgun en leikurinn hefst klukkan 2:00 að íslenskum tíma.

Leikurinn fer fram á Levi’s Stadium, heimavelli San Francisco 49ers en völlurinn tekur um 70 þúsund manns í sæti.

Uppselt er á leikinn en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins var mættur á blaðamannafund í dag þar sem hann ræddi leikinn gegn Mexíkó.

„Planið er að spila 45 til 60 mínútur á morgun. Völlurinn lítur vel út og ég er bara mjög spenntur að spila þennan leik,“ sagði Aron sem hefur ekkert spilað undanfarna mánuði vegna meiðsla.

Íslenska liðið hefur fengið mikla athygli í Bandaríkunum en liðið verður með á HM í sumar í fyrsta sinn í sögunni.

„Aðalatriðið er að vera hógvær og það þurfa allir, stuðningsmenn og fjölmiðlar að róa í sömu átt ef við eigum að ná árangri í Rússlandi,“ sagði Aron að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum