fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustat

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. apríl 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um að þak verði sett á greiðsluþátttöku sjúklinga við lækniskostnað upp á 95 þúsund krónur. Lyfjakostnaður er ekki inni í þessari jöfnu en þar var innleitt svipað kerfi fyrir nokkrum árum og þak sett á lyfjakostnað upp á 65 þúsund krónur. Ætlunin er ekki að setja aukna fjármuni í þetta verkefni heldur að jafna kostnaði á milli sjúklinga sem vissulega er þarft mál. Allir sem fylgst hafa með fréttum af óheyrilega háum kostnaði langveikra sjúklinga hafa skilning á þeirri meginhugmynd. Hins vegar hefur greiðsluþátttaka sjúklinga tvöfaldast á undanförnum þrjátíu árum og við því þarf að bregðast.

Nýleg skýrsla, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið, sýnir að ekki þarf mikla fjármuni í hinu stóra samhengi til að lækka þetta þak svo um munar. Fyrir sex og hálfan milljarð mætti gera þá þjónustu gjaldfrjálsa sem hinu nýja kerfi er ætlað að ná til. Það væri stórkostlegur áfangi því kostnaður við læknisþjónustu er raunverulegt vandamál fyrir allt of marga og það eru allt of mörg dæmi um að fólk fresti eða sleppi læknisheimsóknum vegna þess að það hefur ekki efni á þeim. Slíkt á ekki að þekkjast í einu af ríkustu samfélögum heims sem hefur lagt kreppu að baki.

Inni í kerfinu sem nú er til umræðu eru síðan ekki þættir sem tvímælalaust eiga heima þar eins og tannlækningar og sálfræðiþjónusta en hvort tveggja á að vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu. Aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu getur til dæmis skipt sköpum ef ná á árangri í geðheilbrigðismálum sem eru mikið áhyggjuefni, ekki síst hjá ungu fólki. Þá hefur lengi verið markmið að bæta tannheilsu Íslendinga og mikilvægt skref að því markmiði er að tannlækningar verði hluti af hinu almenna kerfi.

Einhver kynni að spyrja hvar ætti að taka fjármunina. Svarið er að það er vel gerlegt að afla tekna til að ná þessum markmiðum – til dæmis má endurskoða álagningu veiðigjalda sem hafa verið lækkuð um tugi milljarða á þessu kjörtímabili. Taka má upp auðlegðarskatt á nýjan leik en hann skilaði rúmum tíu milljörðum á ári hverju. Og þá er ekki minnst á skattaundanskot en embætti Ríkisskattstjóra áætlar að þau nemi 80 milljörðum á ári hverju. Með aukinni áherslu á skattrannsóknir og skatteftirlit má áætla að verulega sé hægt að auka tekjur ríkisins og tryggja um leið sanngjarna þátttöku allra í samfélaginu.

Heilbrigðismálin eru ofarlega í huga Íslendinga. Nægir þar að minna á að 86 þúsund manns hafa skrifað undir kröfu um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar. Ljóst er líka að útgjöld til þessa málaflokks eiga eftir að aukast, þó ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Því skiptir miklu máli að forgangsraða fjármunum vel sem renna til heilbrigðisþjónustunnar. Forgangsverkefni er að gera þjónustuna gjaldfrjálsa en verkefnin eru vissulega mörg. Meiri fjármuni þarf að leggja í rekstur Landspítalans og uppbyggingu húsnæðis. Þá skiptir máli að efla sjúkraflutninga um land allt. En fyrsta skrefið á að vera að allir geti sótt sér læknisþjónustu án tillits til efnahags. Það er eitt af því sem gerir samfélagið betra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn