fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Sport

Leikmenn enska liðsins voru „skíthræddir“ gegn Íslandi

Formaður enska knattspyrnusambandsins harðorður í garð enska liðsins

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. júní 2016 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fráfarandi formaður enska knattspyrnusambandsins.
Greg Dyke Fráfarandi formaður enska knattspyrnusambandsins.

Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, segir að leikmenn enska landsliðsins hafi verið „skíthræddir“ í leiknum gegn Íslandi. Enska knattspyrnusambandið leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu eftir 2-1 tapið á mánudagskvöld.

Enska liðið fraus

Í frétt breska blaðsins Guardian segist Dyke velta fyrir sér hvaða stjóri sé reiðubúinn að taka við enska landsliðinu í kjölfar tapsins á mánudagskvöld. Hann segir að enska liðið hafi hreinlega verið frosið þegar það lenti 2-1 undir. Breska pressan hefur farið hamförum eftir leikinn og fullyrt að tapið sé það versta í sögu enska landsliðsins.

„Ég hitti Glenn Hoddle í flugvélinni á leiðinni til baka og hann sagði mér að leikmenn hefðu verið skíthræddir,“ segir Dyke við Guardian. Glenn Hoddle var sem kunnugt er stjóri enska landsliðsins á árunum 1996 til 1999. Dyke segir að leikmenn enska liðsins hafi orðið hræddir þegar þeir lentu 2-1 undir og óttinn hafi aukist eftir því sem staðan hélst lengur þannig.

Bregðast þegar mest er undir

„Svo settum við Marcus Rashofrd inn á. Hann er 19 ára og hefur engu að tapa. Hann var ekki vitund hræddur. Hann var inn á í fimm mínútur en tókst á þeim tíma að komast framhjá þremur mönnum. Þeir voru bara hræddir. Svona gerist í íþróttum. Mjög hæfileikaríkir íþróttamenn geta hreinlega frosið. Það gerist,“ segir hann.

Dyke hættir sem formaður enska knattspyrnusambandsins um miðjan júlímánuð. Í viðtalinu við Guardian veltir hann upp þeirri spurningu hvort íþróttasálfræðingar geti hjálpað leikmönnum enska landsliðsins að standast pressuna á stórmótum. Englendingar hafa ávallt haft góða leikmenn innan sinna raða en samt sem áður hefur liðið ávallt brugðist þegar mest er undir.

„Af hverju gekk okkur svona illa í úrslitakeppninni þegar við unnum alla leikina í undankeppninni? Við unnum miklu sterkari mótherja en Ísland í aðdraganda keppninnar. Af hverju? Hvað er málið með það? Við þurfum að öðlast skilning á því,“ segir hann.

Nýr stjóri mögulega erlendur

Dyke dró ekki fjöður yfir það að árangur enska liðsins á EM í sumar hefði valdið sárum vonbrigðum, en áður en að leiknum kom hafði hann gefið til kynna að mögulega fengi Hodgson að stýra enska liðinu áfram ef hann kæmi því í undanúrslit keppninnar.

Þar sem Dyke er á útleið hjá enska knattspyrnusambandinu mun hann ekki koma að ráðningu á nýjum stjóra. Hann hefur þó ákveðnar skoðanir á því hver gæti hentað til verksins. Hann útilokar ekki að útlendingur verði fenginn til að koma Englandi aftur á beinu brautina. Meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastöðuna eru menn eins og Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal til tuttugu ára.

„Það verður að vera einhver sem þekkir enskan fótbolta vel. Það eru margir sem koma til greina og mögulega koma fleiri erlendir þjálfarar til greina en innlendir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Í gær

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Í gær

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
433Sport
Í gær

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“