fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Andri Snær og listamannalaunin

„Svona umræða byggist á fornum hugmyndum um lata listamanninn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. maí 2016 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk er ekki vitlaust

Umræðan um þig og listamannalaunin í aðdraganda framboðstilkynningar þinnar var nú ekki beinlínis jákvæð í alla staði.

„Það er hárétt. Þjóðsagan í sinni verstu mynd segir að ég hafi verið á ofurlaunum í 10 ár og ekki skrifað neitt. Þar er þetta orðið eins og sagan um fæðingarvottorð Obama. Bækurnar sem ég skrifaði á þessu tímabili eru alla vega á bókasöfnum, svo tilvistin verður ekki dregin í efa. Fólk er hins vegar ekki vitlaust og trúir kannski einhverju sem það hefur lesið. Ég get til dæmis ekki nefnt alla landsliðsmenn í fótbolta núna, og sumum finnst ég kannski vitlaus fyrir vikið. En ég trúi þeim sem vita betur og segja mér hverjir eru í liðinu.

Umræðan um lífsviðurværi rithöfunda og íslenskar bókmenntir er mikilvæg því íslenskan er örtungumál. Styrkir eru forsenda þess að rithöfundar skrifi bækur á tungumálinu okkar. Á þessu 10 ára tímabili sem rætt er um skrifaði ég þrjár bækur, tvö leikrit og kvikmyndahandrit. Auk þess eru tvö önnur verkefni óbirt. Á sama tímabili talaði ég um bókmenntir, tungumálið og skapandi hugsun við 10–20 þúsund börn. Ef ég tek dæmi af árinu 2007, þáði ég listamannalaun helming ársins. Það jafngildir 100 þúsund krónum í föst mánaðarlaun. Listamannalaun eru langt undir framfærslumörkum, ólíkt því sem margir virðast halda. Sama ár tók ég að mér að vinna skólastefnu fyrir Krikaskóla í Mosfellsbæ, þannig aflaði ég tekna til viðbótar. Ég er líka nokkuð viss um að þessar 100.000 krónur séu ekki mesta tjónið á fjármálum ríkisins sem framið var 2007.

Við ættum að vera með að minnsta kosti tíu manns á fullu í að skrifa fyrir börn og þeir eiga að fá að gera það alla ævi, eins og Guðrún Helgadóttir og Ármann Kr.

Tökum annað dæmi. Ég tel að barnabækur séu hluti af innviðum íslensks samfélags, rétt eins og vegagerðin og rafmagnsveitan og heilsugæslan og lambakjötið. Til að rækta tungumálið verðum við að skrifa góðar bækur fyrir börnin. Ég spyr fólk stundum hversu margir íslenskir höfundar hafi fengið 12 mánaða styrk árið 2012 til að skrifa barnabók. Fólk heldur að 10–15 barnabókahöfundar séu á árslaunum. En það var bara einn – ég. Styrkurinn gerði mér mögulegt að skrifa Tímakistuna, sem fékk íslensku bókmenntaverðlaunin og hefur verið seld til átta landa. Með því næ ég kannski upp í þúsund krónur á tímann fyrir vinnuna sem ég lagði í að skrifa bókina.“

Lati listamaðurinn

„Svona umræða byggist á fornum hugmyndum um lata listamanninn. Hún er grimm og sérkennileg. Þetta eru fordómar sem eru þess virði að berjast gegn vegna þess að fátt er mikilvægara en að skrifa góðar bækur fyrir börn. Þegar einhver er kallaður afæta fyrir það, er þjóðin á mjög vondum stað. Við ættum að vera með að minnsta kosti tíu manns á fullu í að skrifa fyrir börn og þeir eiga að fá að gera það alla ævi, eins og Guðrún Helgadóttir og Ármann Kr. Það mun aldrei borga sig að skrifa barnabækur á Íslandi án styrkja, þess vegna eru þeir nauðsynlegir. Þeir sem eru á móti því og vilja ekki borga, geta meira að segja notið verkanna á bókasöfnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik