fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
FókusKynning

Fagþekking tryggir góð vinnubrögð

Kynning

Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara var stofnað árið 1928 og gekk það áður undir nafninu Veggfóðrarafélag Reykjavíkur. Þann 4. mars það ár var haldinn fundur í Baðstofu iðnaðarmanna í Reykjavík þar sem félagið var stofnað. Á fundinn komu ellefu veggfóðrarameistarar til að ræða hagsmunamál sín og stofna til samtaka. Fyrsti formaður félagsins var Victor Kr. Helgason, ritari var Sigurður Ingimundarson og féhirðir Björn Björnsson.

Veggfóðraraiðnin kom fyrr til landsins en dúklagningariðnin og í gegnum árin hefur hinni síðarnefndu vaxið fiskur um hrygg. Félagið hefur heitið ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en heitir i dag Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara. Dúklagningarmenn og veggfóðrarar eru oft kallaðir einu nafni dúkarar en vefsíða félagsins heitir einmitt, dukur.is Nú starfa um 70 sveinar og meistarar í faginu á Íslandi.

Það er margt sem heyrir undir iðnina svo sem veggfóður, skreytiborðar, hersían og fíberstrigi. Dúkarar leggja gólfteppi og gólfdúka sem lagðir eru bæði á hefðbundinn hátt eða með fjölbreyttum mynstrum. Þeir leggja einnig íþróttagólfefni, hlaupabrautir og hljóðdeyfandi gólfklæðningar og klæða sundlaugar og þök.

Þetta eru vandasöm verkefni og því er afar mikilvægt að leita til löggiltra fagmanna. Hér inni í blaðinu er listi yfir löggilta dúkara.

Árið 1964 byggði félagið hús að Skipholti 70 ásamt fjórum öðrum meistarafélögum og rak þar skrifstofu sem sinnti erindum félagsmanna og annarra sem leituðu til félagsins. Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara er nú staðsett að Borgartúni 35 í Reykjavík. Sími er 591-0100. Netfang: dukur@dukur.is og heimasíða: www.dukur.is

Formaður félagsins er Þorvarður Einarsson, varaformaður Stefán Stefánsson, gjaldkeri Þórarinn L. Steinþórsson, ritari Ólafur Jónsson og meðstjórnandi Albert Guðmundsson.

Fagmennska er grundvallaratriði þegar kemur að vinnu við gólf og veggi, sem og í öðrum iðngreinum. Mikilvægt er að leita til löggiltra aðila til að tryggja góð vinnubrögð og heiðarleika í viðskiptum. Hér að neðan er listi yfir meðlimi í Félagi dúklagninga- og veggfóðrarameistara.

Nánari upplýsingar um hvern og einn aðila er að finna á vefsvæði Samtaka iðnaðarins. Frekari upplýsingar um sögu og starfsemi félagsins er að finna á vefsíðunni www.dukur.is

Félagatal
• Albert Guðmundsson
• Bragi Guðlaugsson
• Dúktak ehf.
• Dúkverk ehf.
• Eggert Bjarni Bjarnason
• Einar Beinteins ehf.
• Flötur ehf.
• G.Berg ehf.
• Gólf og vegglist ehf.
• Gólfsýn ehf.
• Guðjón Gísli Gíslason
• Haraldur Heimir Isaksen
• Hilmar Hansson
• J.Ólafsson ehf
• Jón Svavar V. Hinriksson
• Jökull Þorleifsson
• Rúnar Jónsson
• Ólafur Jónsson Dúklagnm. ehf.
• Ólafur Lárusson
• Páll Guðbergsson
• Rúnar Ingólfsson ehf
• Siggi-Dúkari ehf.
• SME Dúkalagnir ehf.
• Þorvarður Einarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7