fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Sport

Zlatan daðrar við United: Hrósaði Mourinho og sagði hann geta komið United í fremstu röð

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. maí 2016 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic vildi ekki svara því hvort hann myndi ganga í raðir Manchester United í sumar eins og rætt hefur verið um. Allt bendir til þess að Jose Mourinho taki við United-liðinu á næstu dögum en Mourinho var stjóri Inter þegar Zlatan var leikmaður félagsins.

Áttu frábæran tíma saman

Á blaðamannafundi í morgun var Zlatan spurður hvort hann væri búinn að ákveða með hvaða liði hann ætlar að spila. Zlatan, sem leikið hefur með PSG í Frakklandi undanfarin fjögur ár, verður samningslaus í sumar og getur því samið við hvaða lið sem er.

„Við áttum frábæran tíma saman,“ sagði Zlatan um samskipti hans og Mourinho hjá Inter. Hann bætti við að þegar samstarfi þeirra hjá Inter lauk hafi þeir talað um að vinna saman aftur. „Hvort af því verður veit ég ekki. Við erum góðir vinir og ég hef talað við hann nánast á hverjum degi síðan ég fór frá Inter,“ sagði Zlatan sem staðfesti þó að hann hefði fengið tilboð frá félögum – í fleirtölu – í ensku úrvalsdeildinni.

Veit hvað hann er að gera

Hann vildi þó ekki segja til um það hvort eitt þeirra væri Manchester United. Hann sagðist þó vera búinn að ákveða hvar framtíð hans lægi og sagði að það kæmi í ljós fljótlega hvað hann myndi taka sér fyrir hendur.

Þegar hann var spurður hvort Mourinho gæti komið United-liðinu aftur í fremstu röð sagðist Zlatan ekki vera í neinum vafa um það. „Ég held að hann sé maðurinn sem getur komið liðinu aftur á toppinn. Hann hefur náð árangri allsstaðar og veit hvað hann er að gera,“ sagði hann og bætti við að ef félög vilja vinna titla, þá sé best að ráða Mourinho.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag

Horfa til Ten Hag eftir höfnun frá Rangnick – Þetta er helsta ósk Ten Hag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klopp efast sjálfur um þessa ákvörðun sína

Klopp efast sjálfur um þessa ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær