fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Farþegar mæti þremur klukkustundum fyrir brottför

Vegna breytinga þarf að handflokka allan innritunarfarangur

Kristín Clausen
Mánudaginn 30. maí 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia mælist til þess að farþegar mæti á Keflavíkurflugvöll þremur klukkustundum fyrir flug dagana, 31. maí, 1. júní, 2. júní og 3. júní næstkomandi. En þessa daga verður unnið að umbótum á farangursflokkunarkerfi í flugstöðinni.

Tekinn verður í notkun nýr farangursflokkunarsalur en á meðan tengt er á milli núverandi kerfis og hinnar nýju viðbótar verður engin sjálfvirk farangursflokkun heldur þarf að handflokka allan innritunarfarangur.

Farþegar eru beðnir um að mæta fyrr til að lágmarka seinkanir á flugi á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Núverandi farangursflokkunarkerfi verður aftengt eftir klukkan 18:00 þann 31. maí næstkomandi. Gert er ráð fyrir að hið nýja kerfi verði komið í gagnið fyrir morgunflug þann 4. júní.

Í fréttatilkynningu frá Isavia segir:

„Hið nýja kerfi hefur rúmlega tvöfalda flokkunargetu á við hið gamla og er nauðsynleg viðbót við núverandi kerfi. Í nýjum sal er auk þess mun betri vinnuaðstaða fyrir starfsfólk og nú verður unnt að þjónusta farangursgáma sem notaðir eru í breiðþotur eins og Icelandair og WOW Air eru að taka í notkun um þessar mundir. Framkvæmdir við nýjan sal hófust í nóvember á síðasta ári, stuttu eftir að flugfélögin höfðu tilkynnt um þá ákvörðun að taka breiðþoturnar í notkun. Nýbyggingin sem hýsir salinn er 3.000 fermetrar að stærð en þar af er nýi salurinn 2.100 fermetrar.“

Dagana 1.-3. júní, á meðan framkvæmdirnar standa yfir, mun Isavia bjóða farþegum án endurgjalds í fyrstu rúturnar sem leggja af stað frá Reykjavík. Þær leggja af stað klukkan 02:15. Annars vegar erum að ræða rútu Kynnisferða frá BSÍ og hins vegar rútu Grayline frá Holtagörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Í gær

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd