fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Airbnb bannað í Berlín: Reyna að sporna gegn háu leiguverði

Talsmaður Airbnb: Ætlum að halda áfram að hvetja stjórnvöld til að hlusta á íbúa borgarinnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. maí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Berlín í Þýskalandi hafa ákveðið að banna útleigu íbúða í gegnum vefsíðuna Airbnb og aðrar vefsíðu sem svipa til hennar.

Með þessum aðgerðum segjast yfirvöld í þýsku borginni vera að vernda framboð íbúða og sömuleiðis reyna að halda leiguverði eins lágu og mögulegt er.

Í kjölfar velgengni nokkurra vefsíðna sem bjóða upp á útleigu, hefur fjölda íbúða í langtímaleigu fækkað gríðarlega.
Frá og með 1. maí banna lögin „Zweckentfremdungsverbot“ útleigu íbúða, nema að gefnu leyfi borgaryfirvalda.
Ef Berlínarbúar gerast sekir um að hafa brotið gegn ákvæðum laganna, mega þeir eiga von á að fá sekt að upphæð 100 þúsund evrum, sem gera um 14 milljónir íslenskra króna.

Þeim sem búa ekki í borginni verður boðið upp á að leigja herbergi í gegnum netið, en ekki heilar íbúðir og hús.

Að sögn yfirmanns skipulagsmála í Berlín, Andreas Geise, eru lögin nauðsynleg og skynsamleg til að vinna gegn húsnæðisskorti í Berlín.

Talsmaður Airbnb sagði í samtali við Independent að Berlínarbúar myndu vilja góðar og einfaldar reglur til að deila heimili, svo þeir gætu enn þá boðið upp á svefnpláss með gestum sem þangað koma.

„Við munum halda áfram að hvetja stjórnvöld í Berlín til að hlusta á íbúa sína og fylgja fordæmi stóru borganna, á borð við París, London, Amsterdam eða Hamborg og búa til nýjar, einfaldar reglur fyrir venjulegt fólk sem vill deila heimili sínu með öðrum,“ sagði talsmaður Airbnb enn fremur.

Að lokum bætti talsmaðurinn því við að Airbnb „hjálpi mörgum Berlínarbúum að greiða leiguna sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna