fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Áttundu Oliver-verðlaunin

Dame Judi Dench hefur hlotið bresku leiklistarverðlaunin oftar en nokkur önnur manneskja

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska stórleikkonan Dame Judi Dench bætti enn einni fjöðrinni í hattinn á sunnudag, þegar hún hlaut Oliver-verðlaunin, bresku leiklistarverðlaunin, í áttunda sinn á ferlinum. Þar með hefur þessi 81 árs leikkona hlotið verðlaunin ­oftar en nokkur annar einstaklingur. Hún hlaut verðlaunin í ár sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir ­túlkun sína á Paulinu í Vetrarsögu eftir William Shakespeare, sem sett er upp í Garrick-leikhúsinu í London. Í verkinu leikur Dench á móti leikstjóranum og leikaranum ­Kenneth Branagh.

Dench steig fyrst á atvinnumannasvið árið 1957 og á þeim sex áratugum sem hafa liðið frá frumrauninni ­hefur hún öðlast heimsfrægð, meðal annars fyrir túlkun sína á M, yfirmanni njósnarans James Bond, og verið öðluð af bresku drottningunni.

Þrátt fyrir það komu verðlaunin henni á óvart. „Ég er sannarlega upp með mér … ég bjóst ekki við þessu. Ég stofnaði til veðmáls við barnabarn mitt um þetta, og nú verð ég að borga … ég skulda honum hádegismat.“

Meðal sviðsverka sem voru verðlaunuð á hátíðinni voru Ma ­Rainey‘s Black Bottom, ­Showstopper! The Improvised Musical, óperan Cavalleria Rusticana/Pagliacci, grínleikritið Nell Gwynn, dansverkið Woolf Works, söngleikirnir Gypsy og Kinky Boots.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar