fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025

Bandarískur prestur: „Ísland er land bastarða“

Steven Anderson áður vakið athygli fyrir hatursorðræðu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Titillinn á predikun minni í kvöld er þessi: Ísland, land bastarða.“ Þetta sagði bandaríski presturinn Steven Anderson í byrjun predikunar sinnar í Faithful Word-baptistakirkjunni í borginni Tempe í Arizona á sunnudag. Þar fjallaði Steven meðal annars um börn sem fæðast utan hjónabands. Að mati Stevens er Ísland ekki beint fyrirmyndarríki hvað þetta varðar.

Í predikun sinni sagðist Steven ætla að fjalla um hugtakið bastarður eins og það er skilgreint samkvæmt orðabók, það taki til barna sem fæðast utan hjónabands. Vísaði hann í upplýsingar, sem hann sagði vera frá CNN, þess efnis að 40 prósent barna á Íslandi fæðist utan hjónabands og að hér á landi væri hæst hlutfall ógiftra mæðra. Sagði Steven að Bandaríkjamenn stæðu Íslendingum ekki langt að baki en Ísland ætti heimsmet í fjölda einstæðra mæðra.

„Meira en tveir þriðju hlutar íslenskra barna eru fæddir foreldrum sem eru ekki giftir. Það er þess vegna sem ég kalla Ísland land bastarðanna,“ segir hann og bætir við að víða myndi fólk skammast sín fyrir þetta. „En í landi víkinganna er þetta eitthvað til að vera stoltur af,“ segir hann.

Predikunin er tæpur klukkutími að lengd og kom Steven víða við í henni. Sagði hann að það færi illa með börn að alast upp „á brotnum“ heimilum og þau glími við ýmis konar vanda á fullorðinsárum sínum. Þá sagði Steven að Íslendingar ættu að skammast sín.

Faithful Word-baptistakirkjan var stofnuð í Arizona árið 2005 og hefur Steven þessi verið harðlega gagnrýndur fyrir hatursorðræðu, til dæmis í garð samkynhneigðra. Árið 2009 sagðist Steven í predikun sinni óska Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, dauða.

Þá komst Anderson í kast við lögin árið 2009 þegar hann neitaði að svara spurningum landamæravarða skammt frá borginni Yuma í Arizona sem er við landamæri Mexíkó. Anderson gaf sig hvergi og endaði það með því að laganna verðir brutu rúðu í bifreið hans og beittu rafmagnsbyssu gegn honum.

Erindi prestsins má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“